Lært fyrir Lífið

 

,,Lært fyrir lífið“

Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum

Staður: Svartsengi, Grindavík, Ísland.

Dagsetning: 25. september 2014

Umsjón: velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun.

Ráðstefnustjóri: Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra og skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst.

Þátttakendur: 170 fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs og skóla, framhaldsfræðsluaðila, starfsendurhæfingar, nemenda, kennara og náms- og starfsráðgjafa.

Íslensk stjórnvöld boða til norrænnar ráðstefnu um náms- og starfsþjálfunartækifæri í atvinnulífinu fyrir fólk á öllum aldri. Ráðstefnan er m.a. liður í þátttöku Íslands í norræna verkefninu Hållbar nordisk välfärd (HNV), þeim hluta þess sem snýr að námi á vinnustað (Lärande på arbetsplats, LPA).

Viðfangsefnið:  Norrænn vinnumarkaður stendur frammi fyrir mörgum sameiginlegum úrlausnarefnum í kjölfar efnahagskreppu og vegna afleiðinga lýðfræðilegra breytinga. Að sporna gegn atvinnuleysi ungs fólks og virkja þá sem hætt er við útilokun frá þátttöku á vinnumarkaði og í samfélaginu almennt er forgangsmál. Langtímaatvinnuleysi og samspil mennta- og vinnumarkaðsmála er í brennidepli á formennskuári Íslands í Norrænu samstarfi. Á Íslandi hafa möguleikar fyrirtækja til að taka til sín nema í þjálfun sem hluta af starfsnámi verið að þrengjast m.a. vegna óvissunnar sem ríkt hefur á vinnumarkaði. Stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hafa glímt við sama vanda og því má segja að síðustu misseri hafi mjög verið horft til þess hvernig efla megi nám og starfsþjálfun á vinnustöðum og auka gæði þess. Mikilvægt er að tengja saman í umræðunni yfirvöld menntamála og vinnumála til að leiða fram nýja þekkingu og reynslu á þessum vettvangi.

Á ráðstefnunni var sjónum beint að þróun menntakerfisins og möguleikum þess til að tengjast betur fyrirtækjum og stofnunum með það að leiðarljósi að ungt fólk og atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að fá þjálfun þar sem hluta af námi sínu. Jafnframt var athygli beint að möguleikum atvinnuleitenda til starfsþjálfunar innan fyrirtækja eða stofnana sem hluta af  námi sínu. 

Smelltu hér til að sjá erindi og glærur frá ráðstefnunni
Smelltu hér til að sjá myndir frá ráðstefnunni

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu