Fréttir

Frumkvöðlagróska á Akureyri 

Þann 1. desember sl. í tengslum við árlega Háskólahátíð Háskólans á Akureyri kynntu frumkvöðlar vinnu sína og núverandi verkefni. Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra er stoltur aðili að þeirri frumkvöðlagrósku sem ýtt hefur verið af stað með samvinnu Vinnumálastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri og SÍMEY símenntunarmiðstöðvar. Afurðin af því verkefni var staða verkefnastjóra sem vinnumarkaðsráð Norðurlands eystra styrkti í þrjá mánuði.

Verkefnastjórinn vann að opnun frumkvöðlasmiðju sem hefur hlotið nafnið NEYSTI- frumkvöðlasmiðja. Auk þess sinnti verkefnastjórinn kynningarstarfi, vann að tengingum aðila auk sérstaks stuðnings við atvinnuleitendur í frumkvöðlastarfi. Viðræður standa nú yfir um áframhaldandi starfsemi NEYSTA en nokkrir hafa nýtt sér aðstöðuna að Borgum v/Norðurslóð og enn fleiri sýnt því áhuga. Von okkar er því sú að NEYSTI sé kominn til að vera og muni þannig efla uppbyggingu frumkvöðla- og nýsköpunarstarfs á svæðinu.
Hér má finna link inn á spennandi verkefni í gangi:

http://www.thuletrails.com/

http://www.ingafanney.com/

http://krummusaeti.is/

Hér eru myndir frá hátíðinni:
Frá árlegri háskólahátið háskólans á Akureyri

Frá Háskólahátíð háskólans á Akueryri

Frá háskólahátíð háskólans á AkureyriFrá hátíð háskólans á Akureyri

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni