Námskeið

Námskeið vorönn 2020

Þú getur aukið möguleika þína á vinnumarkaði með því að sækja ýmis atvinnutengd námskeið meðan þú ert í leit að starfi.  Ef þú ert skráður atvinnuleitandi hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og með staðfestan rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta standa ákveðin atvinnutengd námskeið þér til boða endurgjaldslaust á vegum Vinnumálastofnunar Vesturlandi.

Við minnum á að hægt er að sækja um námsstyrk vegna annarra atvinnutengdra námskeiða sem haldinn eru á vegum ýmissa aðila annarra en Vinnumálastofnunar.  Umsóknareyðublaðið er á vef Vinnumálastofnunar.  Slóðin er https://vinnumalastofnun.is/eydublod/styrkumsoknir  Mikilvægt er að skila inn umsókn til Vinnumálastofnunar Vesturlandi tímanlega áður en námskeiðið hefst svo fyrir liggi í byrjun námskeiðs hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki.

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er einnig hægt að óska eftir að gera námssamning vegna lengra náms samhliða atvinnuleitinni.  Nánari upplýsingar eru á vef Vinnumálastofnunar og hjá ráðgjöfum.

Þjónusta ráðgjafa stendur einnig til boða endurgjaldslaust fyrir atvinnuleitendur sem vilja fá aðstoð við atvinnuleitina almennt, setja sér markmið og stefnu í leit að starfi og skoða möguleika á námskeiðum og námi samhliða atvinnuleitinni.

Tölvunám á netinu

Opinn aðgangur  - þrír mánuðir

Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur.
Þú sækir um aðgang með því að óska eftir skráningu hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og senda tölvupóst á netfangið bryndis.bragadottir@vmst.is

Hvernig fer námið fram ?
1. Þú skráir þig inn með aðgangsorðum sem þú hefur fengið úthlutað og ferð sjálfkrafa inn á síðuna Námskeiðin mín.
2. Þar velurðu námskeið (forrit) og ferð í efnisyfirlit námskeiðsins.
3.   Hver kafli er gagnvirkt myndband þar sem farið er í gegnum valið verkefni og nemandinn framkvæmir sjálfur allar aðgerðir.  Nemendur fá þjálfun í notkun þess sem skilur mun meira eftir sig en lestur hefðbundins kennsluheftis. 

Nemandinn stýrir hraða yfirferðar námsefnis sjálfur og því engin hætta á að námsefnið fari inn um annað eyrað og út um hitt þegar slaknar á einbeitingunni.

Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013).

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni