Námskeið

Námskeið vorönn 2020

Þú getur aukið möguleika þína á vinnumarkaði með því að sækja ýmis atvinnutengd námskeið meðan þú ert í leit að starfi.  Ef þú ert skráður atvinnuleitandi hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og með staðfestan rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta standa ákveðin atvinnutengd námskeið þér til boða endurgjaldslaust á vegum Vinnumálastofnunar Vesturlandi.

Við minnum á að hægt er að sækja um námsstyrk vegna annarra atvinnutengdra námskeiða sem haldinn eru á vegum ýmissa aðila annarra en Vinnumálastofnunar.  Umsóknareyðublaðið er á vef Vinnumálastofnunar.  Slóðin er https://vinnumalastofnun.is/eydublod/styrkumsoknir  Mikilvægt er að skila inn umsókn til Vinnumálastofnunar Vesturlandi tímanlega áður en námskeiðið hefst svo fyrir liggi í byrjun námskeiðs hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki.

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er einnig hægt að óska eftir að gera námssamning vegna lengra náms samhliða atvinnuleitinni.  Nánari upplýsingar eru á vef Vinnumálastofnunar og hjá ráðgjöfum.

Þjónusta ráðgjafa stendur einnig til boða endurgjaldslaust fyrir atvinnuleitendur sem vilja fá aðstoð við atvinnuleitina almennt, setja sér markmið og stefnu í leit að starfi og skoða möguleika á námskeiðum og námi samhliða atvinnuleitinni.

Íslenska 1 og 2


Fyrirhugað er að bjóða upp á Íslenskunámskeið fyrir erlenda ríkisborgara.

Stöðupróf verður í upphafi námskeiðs fyrir þá sem ekki hafa áður verið á íslenskunámskeiði hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.

Í tengslum við námskeiðin verður boðið upp á aðstoð við gerð ferilskrár fyrir þá sem þurfa.

Tímasetning:             Febrúar 2020

Staður:                     Húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Suðurgötu 57, Akranesi

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver). 

Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Tölvunám á netinu

Opinn aðgangur  - þrír mánuðir

Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur.
Þú sækir um aðgang með því að óska eftir skráningu hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og senda tölvupóst á netfangið bryndis.bragadottir@vmst.is

Hvernig fer námið fram ?
1. Þú skráir þig inn með aðgangsorðum sem þú hefur fengið úthlutað og ferð sjálfkrafa inn á síðuna Námskeiðin mín.
2. Þar velurðu námskeið (forrit) og ferð í efnisyfirlit námskeiðsins.
3.   Hver kafli er gagnvirkt myndband þar sem farið er í gegnum valið verkefni og nemandinn framkvæmir sjálfur allar aðgerðir.  Nemendur fá þjálfun í notkun þess sem skilur mun meira eftir sig en lestur hefðbundins kennsluheftis. 

Nemandinn stýrir hraða yfirferðar námsefnis sjálfur og því engin hætta á að námsefnið fari inn um annað eyrað og út um hitt þegar slaknar á einbeitingunni.

Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013).

Ferilskrá og kynningarbréf

Á þessu  námskeiði verður boðið upp á aðstoð við gerð ferilskrár, en góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni.

Kennt á tveggja vikna tímabili, samtals þrjú skipti.

Tímasetning:     Mars 2020

Staður:     Akranes og Borgarnes

Umsjón:  Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver).

Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Akranesi.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Heimilisbókhald og sparnaðarleiðir

Á þessu stutta námskeiði er fjallað um eftirtalin atriði:

  • Til hvers að halda heimilisbókhald? Hvað kostar að lifa? Ráðstöfun launa, útgjöld heimila og helstu kostnaðarliðir.
  • Einföld atriði varðandi heimilsbókhaldið uppsetning, gagnleg forrit, föst og breytileg útgjöld, reglulegur sparnaður.
  • Lántaka og endurfjármögnun. Fjárhagsáætlun.  Skoða samanburð á húsnæðislánum, bílalánum, rafmagni ofl. Með sparnað í huga.

 Tímasetning:     Mars.  Samtals þrjú skipti.

Staður:             Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Akranesi.

Kennari:            Aldís Ýr Ólafsdóttir

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver). 

Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar, Stillholti 18, Akranesi.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Áhugasviðskönnun

Áhugasviðskannanir geta verið gagnlegar í því skyni að skoða áhugasviðið og hvernig hægt er að marka sér stefnu varðandi nám og störf út frá niðurstöðu úr slíkri könnun. 

Boðið er upp á áhugasviðspróf fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi og er það atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Bryndísi Bragadóttur náms- og starfsráðgjafa Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Netfang:  bryndis.bragadottir@vmst.is

Einnig má  hringja  í síma 515-4800 (þjónustuver VMST) til að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig.

Ný tækifæri

Lögð er áhersla á að draga fram styrkleika þátttakenda um leið og áskoranir eru skilgreindar og leiðir til að takast á við þær markaðar í því skyni að efla lífsgæði og tækifæri. Fjallað er um þá færniþætti sem mikilvægir eru í atvinnulífi og skilgreina þátttakendur styrkleika sína og áskoranir út frá færniþáttunum.

Fjallað er um árangursrík samskipti og samvinnu í teymi, áhugasvið og starfsánægju, tengingu hæfni, áhuga og árangurs. Þátttakendur taka áhugasviðsgreiningu og vinna með niðurstöður sínar undir handleiðslu námskeiðshaldara. Farið er ítarlega í tengsl atvinnuleitar, reynslu og sjálfsmyndar og mikilvæg atriði í atvinnuviðtali. Námskeiðið byggir á innleggi kennara, virkni og samvinnu þátttakenda ásamt markmiðssetningu

Námskeiðið er kennt á Akranesi.  5 skipti, samtals 17.5 klst. 

Nánari upplýsingar varðandi tímasetningar síðar.

Kennari: Sigríður Hulda Jónsdóttir 

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is eða í síma 515-4800 (þjónustuver). 
Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Akranesi.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Uppleið – HAM (Hugræn atferlismeðferð – 40 klst)

Námið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi.

Námið er byggt á hugrænni atferlismeðferð og er bæði bóklegt og verklegt. Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda. Kennt í fámennum hópi. Heimanám er mjög mikilvægt þar sem námsmenn vinna ýmis verkefni sem stuðla að því að þeir tileinki sér aðferðir HAM.

Kennt á Akranesi.  Skráning á námskeiðið með tölvupósti á netfangið vesturland@vmst.is  fyrir 20.febrúar n.k.  Einnig má skrá sig á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar Vesturlandi, Akranesi.  Afgreiðslan þar er opin kl. 9.00-13.00 alla virka daga.

Þátttaka ræður því hvort af námskeiðinu verður og því ekki tryggt að námskeiðið fari af stað.

Íslenska 2 – Online (fjarnám fyrir útlendinga)

Tilraunverkefni í íslenskukennslu á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa grunnfærni í íslensku. Markmiðið er að auka orðaforða nemenda þannig að þeir geti notað einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Nemendur halda áfram að æfa sig í að skilja, tala, lesa, skrifa og hlusta á íslensku. Áhersla er lögð á að nemenda geti noti notað tungumálið sér til gagns og gamans. Haldið er áfram að auka við málfræðikunnáttu nemenda í tengslum við námsefnið.

Öll kennsla fer fram rafrænt.

Skráning hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is fyrir 17.febrúar n.k.


English
Pilot project in Icelandic teaching by Simenntunarmiðstöð á Vesturlandi. The course is intended for those who have basic Icelandic skills. The goal is to increase the student’s vocabulary in order use basic sentences related to daily life. Students continue to practice comprehension, speech, reading, writing and listening to basic sentences. The objective of the course is to engage students in everyday use conversations concerning practical matters as well as entertainment. Students continue to study basic grammar related to the course material.

The course will be taught online.

Registration at Vinnumálastofnun Vesturlandi via email vesturland@vmst.is before the 17th of February 2020

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.