Færniþörf á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun hefur um nokkurra ára skeið unnið að því í samstarfi við helstu aðila á sviði vinnmarkaðsmála að hér verði unnar með reglubundnum hætti spár um færniþörf á vinnumarkaði til næstu 10-15 ára, líkt og gert er víðast hvar í löndunum í kring um okkur.

Unnin hefur verið  skýrsla um hvernig spá má fyrir um færniþörf á vinnumarkaði til næstu ára og áratuga (maí 2018) og má nálgast þá skýrslu hér.

forsíðumynd.PNG

Þá hefur Hagfræðistofnun Háskólans unnið skýrslu með ítarlegri greiningu á gögnum um störf á vinnumarkaði og menntun vinnuaflsins og má nálgast skýrsluna hér.

Boðað var til blaðamannafundar þann 25. júní 2018 þar sem skýrslunar voru kynntar, sjá frétt á vef Velferðarráðuneytisins um málið.

.

Þann 9. nóvember 2017 var haldin ráðstefna um menntun og færni á vinnumarkaði. Upptöku frá þeim fundi og afrit af glærum frummælenda er að finna hér: Ráðstefna um Menntun og færni á vinnumarkaði.

ráðstefna menntun og færni á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun kemur að starfi Cedefop, sem hefur með höndum þróun og rannsóknir sem tengjast starfsmenntun innan Evrópusambandsins. Einn liður í starfi Cedefop er að vinna líkan til að greina betur þróun vinnumarkaðar, vinnuafls, færniþarfar og samspils færniþarfar og menntunar í Evrópu næstu 10-15 árin. Um er að ræða upplýsingar sem nýtast Evrópusambandinu og einstökum ríkjum á EES við mótun stefnu um vinnumarkaðsmál, menntun og færniþörf. 

Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir nokkrum árum fékk Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrk til að þróa betur upplýsingaöflun, upplýsingagjöf og ráðgjöf sem tengist starfshæfni á vinnumarkaði og er nátengt ofangreindu Cedefop verkefni. Einn liður í verkefninu var að vinna betur mat á framtíðarfærniþörf á íslenskum vinnumarkaði og var Vinnumálastofnun fengin til þess verkefnis. Hér er að finna skýrslu Vinnumálastofnunar um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var fyrir Fræðslumiðstöðina. Einnig er að finna grein um helstu niðurstöður skýrslunnar í ársriti Fræðslumiðstöðvarinnar, GÁTT, fyrir árið 2014. Loks er hér glærukynning frá ársfundi Vinnumálastofnunar í júní 2015.

Forsíða færniskýrslu 200.png   Forsíða Gátt.png   Forsíða glærusýningar.png  
Skýrslan um færniþörf á
vinnumarkaði
 
Grein um færniþörf í Gátt
 
Erindi um færniþörf á 
ársfundi 2015 - glærur
 

Gagnabanki Cedefop um færniþörf á vinnumarkaði hefur nýlega verið uppfærður - sjá nánar með því að smella hér. Þar er hægt að keyra út ýmis konar upplýsingar um ætlaða þróun á vinnumarkaði næstu 10 árin, eða til ársins 2025. Í grunninn er um að ræða þrenns konar upplýsingar.

  • Í fyrsta lagi hver verði þróun vinnuafls (Labour force) innan EES í heild og svo innan einstakra ríkja og er hægt að greina niðurstöðurnar eftir kyni, aldri og hæfni.
  • Í öðru lagi þróun á vinnumarkaði (Employment trends) þar sem spáð er fyrir um fjölgun starfa og tegund starfa eftir starfsstéttum, menntun/hæfni og atvinnugreinum.
  • Í þriðja lagi er þarna að finna upplýsingar um starfatækifæri (Job opportunities) sem er þá annars vegar þau störf sem gert er ráð fyrir að verði til og hins vegar þau störf sem gert er ráð fyrir að losni vegna þess að starfsfólk fer á eftirlaun eða hættir af öðrum ástæðum. Þar er aðeins horft að breytingar yfir tímabilið frá 2013 til 2025 en ekki er hægt að brjóta það niður á einstök ár.

 

 
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu