Aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar
Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar. Áætlunin samanstendur af 16 aðgerðum sem fela meðal annars í sér margs konar tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar undir heitinu Klúbburinn. Miðstöðin verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Samhliða mun Vinnumálastofnun leitast við að draga eins og kostur er úr dvöl umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ.