Breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga
Þann 15. mars voru samþykktar breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002.
Með breytingunum voru gerðar breytingar á ákvæðum, 11., 12. og 22. gr. laganna sem fela í sér að handhafar dvalarleyfa á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hins vegar sérstakra tengsla við landið munu eftirleiðis vera undanþegin kröfu um tímabundið atvinnuleyfi. Þá munu handhafar slíkra dvalarleyfa einnig öðlast rétt til greiðslna atvinnuleysistrygginga, að öðrum skilyrðum uppfylltum.
Undir þennan hóp falla flóttamenn frá Úkraínu sem að fengið hafa útgefið dvalarleyfi á grundvelli 44. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga vegna fjöldaflótta. Upplýsingar um tegund dvalarleyfis einstaklings koma fram á dvalarleyfiskorti einstaklings.
Vinnumálastofnun mun hætta vinnslu þeirra umsókna um atvinnuleyfi fyrir þessa tvo hópa, sem nú þegar hafa borist stofnuninni til afgreiðslu, og senda umsækjendum tilkynningum um að vinnslu hafi verið hætti þar sem útlendingur sé nú undanþeginn kröfu um tímabundið atvinnuleyfi sbr. 22. gr. laganna.