Geymdur bótaréttur
Meginreglan er sú að einstaklingur getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu í allt að 24 mánuði frá þeim degi er hann sannanlega hætti störfum. Sá tími sem hinn tryggði starfar á innlendum vinnumarkaði á tímabilinu telst til ávinnslutímabils eftir því sem við á.
- Við útreikninga á ávinnslutímabili þegar kemur til geymdrar atvinnuleysistryggingar skal líta til síðustu 12 mánuða sem hinn tryggði hefur starfað á innlendum vinnumarkaði á síðustu 36 mánuðum frá móttöku umsóknar.
- Sæki hinn tryggði ekki um atvinnuleysisbætur innan 24 mánaða frá þeim degi er hann sannanlega hvarf af vinnumarkaði fellur réttur hans til að geyma atvinnuleysistrygginguna niður.
- Þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum á sama tímabili.
- Afplánun refsingar
- Fæðingarorlof
- Óvinnufær vegna sjúkdóma eða slyss
- Gjaldþrot atvinnurekanda
- Virk atvinnuleit hætt tímabundið
- Endurmat á rétti til atvinnuleysisbóta
- Verktakavinna/rekstur á eigin kennitölu
sína samkvæmt dómi getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu þangað til hann hefur lokið afplánun refsingar.
- Við útreikninga á ávinnslutímabili þegar kemur til geymdrar atvinnuleysistryggingar skal líta til síðustu 12 mánaða frá þeim tíma er hinn tryggði sannanlega hættir störfum og tímabil afplánunar hófst.
- Ef ekki er sótt um atvinnuleysisbætur innan sex mánaða frá þeim degi er afplánun refsingar lauk fellur réttur til að geyma atvinnuleysistrygginguna niður.
- Vottorð frá fangelsismálayfirvöldum skal fylgja umsókn um atvinnuleysisbætur þar sem meðal annars skal koma fram það tímabil sem afplánun refsingar stóð yfir.
- Þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum á sama tímabili.
Sá sem telst tryggður og tekur fæðingarorlof samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu í allt að 24 mánuði frá þeim degi er hann sannanlega hóf töku fæðingarorlofs.
- Sá tími sem hinn tryggði starfar á innlendum vinnumarkaði á tímabilinu telst til ávinnslutímabils.
- Við útreikninga á ávinnslutímabili þegar kemur til geymdrar atvinnuleysistryggingar skal líta til síðustu tólf mánaða sem hinn tryggði hefur starfað á innlendum vinnumarkaði á síðustu 36 mánuðum fyrir móttöku umsóknar, uppfylli hann skilyrði laga nr. 54/2006 um atvinnuleysisbætur að öðru leyti.
- Sæki hinn tryggði ekki um atvinnuleysisbætur innan 24 mánaða frá þeim degi er hann sannanlega hvarf af vinnumarkaði fellur réttur hans til að geyma atvinnuleysistrygginguna niður.
- Þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum á sama tímabili.
Sá sem telst tryggður og hverfur af vinnumarkaði verði hann óvinnufær vegna sjúkdóms eðs slyss getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu þann tíma sem hann er óvinnufær.
- Við útreikninga á ávinnslutímabili þegar kemur til geymdrar atvinnuleysistryggingar skal líta til síðustu 24 mánaða frá þeim tíma er hinn tryggði sannanlega hætti störfum og tímabil hófst.
- Ef ekki er sótt um atvinnuleysisbætur innan 12 mánaða frá þeim degi er aðili verður vinnufær á ný fellur réttur hans til að geyma atvinnuleysistrygginguna niður.
- Vottorð sérfræðilæknis er annaðist hinn tryggða skal fylgja umsókn um atvinnuleysisbætur þar sem meðal annars skal koma fram hvenær hann varð óvinnufær og hvenær hann varð vinnufær á ný.
- Þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum á sama tímabili.
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða launamanni gjaldþrota félags atvinnuleysisbætur þann tíma sem hann er án atvinnu á uppsagnarfresti meðan hann bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum samkvæmt lögum, enda uppfylli hann skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar.
Skilyrði er jafnframt að launamaður framselji Atvinnuleysistryggingasjóði þann hluta launakröfu sinnar á hendur Ábyrgðasjóði launa er nemur fjárhæð þeirra atvinnuleysisbóta sem hann fær greiddar á þessum tíma.
Eftirfarandi gögn þarf að leggja fram eftir atvikum þegar sótt er um atvinnuleysisbætur í uppsagnarfresti:
- Vottorð vinnuveitanda eða staðfestingu á vinnustundum frá stéttarfélagi ef ekki er hægt að fá vottorð vinnuveitenda.
- Yfirlýsing vegna framsals launakröfu til Atvinnuleysistryggingasjóðs.
- Staðfestingu frá stéttarfélagi að krafa verði gerð í réttmætan uppsagnarfrest.
- Starfshæfnivottorð ef um skerta vinnufærni er að ræða.
- Upplýsingar um starfshlutfall sem óskað er eftir og áætlaðar tekjur í hlutastarfi.
- Gögn um greiðslur frá lífeyrissjóði, Tryggingastofnun og öðrum aðilum.
- Gögn um fjármagnstekjur.
- Vottorð frá Fæðingarorlofssjóði.
- Skattkort.
- Staðfestingu frá skóla um námslok þar sem fram kemur námstímabil umsækjanda.
- Staðfestingu frá skóla um námshlutfall ásamt stundatöflu.
- Upplýsingar um fjölda lögskráningardaga.
Umsókn um atvinnuleysisbætur felur jafnframt í sér umsókn um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
- Greitt er frá þeim degi sem uppsagnarfrestur tekur gildi og að uppsagnarfresti loknum getur aðili þegið almennar atvinnuleysisbætur.
- Launamaður gjaldþrota félags getur fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur.
- Mikilvægt er að starfsmenn félagsins komi eins fljótt og auðið er á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar þegar þeir leggja niður störf sín.
Ábyrgðarsjóður launa
Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld í bú vinnuveitanda sem hefur staðfestu og rekur starfsemi hér á landi. Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að kröfurnar hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur skv. lögum um gjaldþrotaskipti.
Sá sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur í skemmri tíma en 24 mánuði en hættir tímabundið virkri atvinnuleit getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu í allt að 24 mánuði frá þeim degi er hann sótti um atvinnuleysisbætur enda hafi hann ekki áður nýtt sér heimild til geymslu bótaréttar.
Sá sem hættir virkri atvinnuleit til að stunda nám getur geymt þegar áunna atvinnuleysistryggingu í allt að 36 mánuði frá þeim degi er hann sannanlega hætti virkri atvinnuleit enda hafi hann sannanlega lokið náminu. Þegar sótt er aftur um atvinnuleysisbætur skal miða við atvinnuleysistryggingar hins tryggða eins og þær voru áður en hann hóf námið nema annað leiði af lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.
Þetta á ekki við um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur í öðrum ríkjum á sama tímabili.
Umsækjandi um atvinnuleysisbætur sem hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir endurmati á atvinnuleysistryggingu sinni og þar með endurútreikningi á fjárhæð atvinnuleysisbóta, þegar starfstímabil hans hefur varað samfellt lengur en þrjá mánuði áður en hann sækir aftur um atvinnuleysisbætur á sama bótatímabili.
Skal þá taka mið af nýja starfstímabilinu og þess hluta eldra ávinnslutímabils sem nægir til að samtals verði miðað við tólf mánaða tímabil. Óski umsækjandi ekki eftir endurútreikningi miðast atvinnuleysisbætur við fyrri útreikninga.
Umsækjandi á þó aðeins rétt til 65 tekjutengdra daga á hverju bótatímabili (3 ár).
Ekki er heimilt að starfa við rekstur á eigin kennitölu / taka að sér verktakavinnu samhliða atvinnuleysisbótum.
- Atvinnuleitandi þarf að skrá sig af atvinnuleysisbótum þá daga sem verkefni stendur yfir.
- Afskráning þarf að eiga sér stað áður en verkefni hefst og að loknu verkefni þarf atvinnuleitandi að koma á þjónustuskrifstofu og óska eftir endurskráningu.
- Leggja þarf fram afrit af reikningi vegna vinnunnar. Mikilvægt er að á reikningnum komi fram upplýsingar um það tímabil sem starf var unnið.
- Afrit af reikningi þarf að berast Vinnumálastofnun án ástæðulausrar tafar þegar reikningur er gefinn út.
- Afskrá þarf heilan dag þrátt fyrir að verktakavinna vari skemur en 8 klst.
- Jafnframt er ekki heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu sbr. atvinnuleitandi sem kennir 2x2 klst í viku jafngildir afskráningu í 2 daga.