Nýsköpunarstyrkur

Nýsköpunarstyrkur hefur það að markmiði að auðvelda atvinnurekendum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Atvinnuvega –og nýsköpunarráðuneytisins.  

Atvinnurekandi fyllir út umsókn um nýsköpunarstyrk á Mínum síðum atvinnurekenda.  

Sjá 10. gr. reglugerðar um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um greiðslu styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði nr. 918/2020.

Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda fyrirspurn á vinnumidlun@vmst.is 


Markmið

Nýsköpunarstyrkur hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa um leið og atvinnuleitendur fá tækifæri til að komast aftur út á vinnumarkað. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Atvinnuvega –og nýsköpunarráðuneytisins. 

Markmiðið með nýsköpunarstyrk er að:  

 • Að styðja við nýsköpun og þróun í fyrirtækjum.
 • Að koma á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja. 
 • Að styðja við frumkvöðla með hugmyndir um nýsköpun. 
 • Að styðja við atvinnuleitendur og auðvelda þeim leit að störfum. 

Skilyrði

Atvinnurekandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: 

Nýsköpunarstyrkur þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis Starfsmaður er ráðinn sem launamaður. 

A.m.k. einn starfsmaður verður að vera á launaskrá í hlutaðeigandi fyrirtæki áður en sótt er um nýsköpunarstyrk. 

Fyrirtæki sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald. 

Veruleg nýsköpun / þróun sé í því verkefni sem atvinnuleitandi er ráðinn til.

Atvinnuleitandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: 

Teljast tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og fá greiddar atvinnuleysisbætur þegar þátttaka í úrræði hefst.  

Framkvæmd

 • Atvinnurekandi sækir um nýsköpunarstyrk á Mínum síðum atvinnurekenda. Smelltu hér til að fara inn á síðuna. 
 • Matshópur á vegum Vinnumálastofnunar og Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins fer yfir umsóknir og metur hvort viðkomandi umsókn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. 
 • Verkefnisstjóri Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins sendir rafrænt svar til umsækjanda þar sem fram kemur hvort verkefnið geti haldið áfram í ferlinu. Vinnumálastofnun fær afrit af svarinu. 
 • Ef svarið um þátttöku í nýsköpunarstyrk er jákvætt hefur atvinnurekandi samband við Vinnumálastofnun og skráir starfið sem samþykkt var rafrænt á Mínum síðum atvinnurekenda..Smelltu hér til að nálgast leiðbeiningar. 
 • Vinnumálastofnun getur veitt aðstoð við leit að starfsmanni sem hefur þá menntun, reynslu eða hæfni sem leitað er eftir. Einnig er hægt að senda kennitölu atvinnuleitenda til að kanna hvort viðkomandi uppfylli skilyrði nýsköpunarstyrks. Hægt er að ráða með nýsköpunarstyrk hvern þann sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er með samþykkta umsókn um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. 
 • Skila þarf inn afriti af undirrituðum ráðningarsamningi milli atvinnurekanda og starfsmanns sem uppfyllir ákvæði viðeigandi kjarasamninga. Hámarkslengd samnings er 6 mánuðir. Að 5 mánuðum liðnum getur fyrirtækið sótt um framlengingu til 6 mánaða í viðbót. Smelltu hér til að nálgast eyðublað fyrir áfangaskýrslu. 
 • Almennt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli þegar um nýsköpunarstyrk er að ræða. 
 • Samningur um nýsköpunarstyrk og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af  
  einhverjum orsökum á gildistíma samningsins. 
 • Tímabil ráðningarstyrks hjá atvinnuleitanda telst ekki til ávinnslutímabils atvinnuleysisbóta. 
 • Atvinnuleitandi er afskráður af atvinnuleysisskrá á meðan á ráðningartímabili stendur. 
 • Þegar verkefninu lýkur (eftir sex eða tólf mánuði) skilar atvinnurekandi lokaskýrslu um verkefnið, þar sem fram kemur hvort og þá hvernig markmið náðust og hvort viðkomandi starfsmaður hafi verið ráðinn ótímabundið. Smelltu hér til að nálgast eyðublað fyrir lokaskýrslu. 

 Greiðslur

Upphæð Nýsköpunarstyrks eru grunnatvinnuleysisbætur þ.e.a.s. 349.851 kr ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð, samtals 390.084 kr. – miðað við 100% starf.

 

Greiðslur er hægt að innheimta mánaðarlega eða í einu lagi í lok tímabils. Atvinnurekandi sækir um greiðslu styrks inni á Mínum síðum atvinnurekanda. Skilyrði fyrir greiðslu frá Vinnumálastofnun er að búið sé að greiða laun og standa skil á launatengdum gjöldum til Skattsins. Með hverri umsókn þarf að fylgja launaseðill fyrir viðkomandi mánuð sem sótt er um.

Nánari leiðbeiningar má finna hér

 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni