Virk atvinnuleit

Til þess að vera virkur í atvinnuleit  þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • er fær til flestra almennra starfa,
  • hefur frumkvæði að starfsleit og er reiðubúinn að taka hvert það starf sem greitt er fyrir,
  • hefur vilja og getu til að taka starfi án sérstaks fyrirvara,
  • er reiðubúinn að taka starfi hvar sem er á landinu,
  • er reiðubúinn að taka starfi óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf sé að ræða, eða vaktavinnu,
  • á ekki rétt á launum eða öðrum greiðslum í tengslum við störf á vinnumarkaði þann tíma sem hann telst vera í virkri atvinnuleit nema um minnkað starfshlutfall sé að ræða,
  • hefur vilja og getu til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum sem standa honum til bóta ,
  • er reiðubúinn að veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar upplýsingar til að auka líkur á að fá starf við hæfi,
  • er reiðubúinn til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum.

Tilkynna skal Vinnumálastofnun um allar þær breytingar sem kunna að verða á vinnufærni eða aðstæðum að öðru leyti án ástæðulausrar tafar.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni