Virk atvinnuleit
Til þess að vera virkur í atvinnuleit þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
- er fær til flestra almennra starfa,
- hefur frumkvæði að starfsleit og er reiðubúinn að taka hvert það starf sem greitt er fyrir,
- hefur vilja og getu til að taka starfi án sérstaks fyrirvara,
- er reiðubúinn að taka starfi hvar sem er á landinu,
- er reiðubúinn að taka starfi óháð því hvort um fullt starf eða hlutastarf sé að ræða, eða vaktavinnu,
- á ekki rétt á launum eða öðrum greiðslum í tengslum við störf á vinnumarkaði þann tíma sem hann telst vera í virkri atvinnuleit nema um minnkað starfshlutfall sé að ræða,
- hefur vilja og getu til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum sem standa honum til bóta ,
- er reiðubúinn að veita Vinnumálastofnun nauðsynlegar upplýsingar til að auka líkur á að fá starf við hæfi,
- er reiðubúinn til að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum.
Tilkynna skal Vinnumálastofnun um allar þær breytingar sem kunna að verða á vinnufærni eða aðstæðum að öðru leyti án ástæðulausrar tafar.