Veikindi
Ef þú ert veikur þarftu að tilkynna veikindi til Vinnumálastofnunar. Þú telst vera í virkri atvinnuleit þrátt fyrir tilfallandi veikindi í allt að 5 daga samtals.
Veikindi skal tilkynna á Mínum síðum.
- Tilkynna skal um upphaf og lok veikinda til Vinnumálastofnunar án ástæðulausrar tafar.
- Heimilt er að nýta 5 daga veikindaréttinn að hámarki í tvennu lagi á hverju 12 mánaða tímabili.
- Þú þarft að hafa verið skráður innan kerfisins í samtals 5 mánuði á sama tímabili.
- Jafnframt skal skila inn læknisvottorði innan viku frá því að veikindum lauk óski Vinnumálastofnun eftir því.
- Veikindi barna: óheimilt er að nýta 5 daga veikindarétt vegna veikinda barna. Komi þau í veg fyrir að þú getir sinnt virkri atvinnuleit verða ekki greiddar atvinnuleysisbætur fyrir þá daga.