Desemberuppbót vegna ársins 2024
Atvinnuleitendur sem staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2024 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði eiga rétt til greiðslu desemberuppbótar.
Áætlað er að greiða út desemberuppbótina 15. desember nk.
Fjárhæðir:
Hámarksfjárhæð uppbótarinnar er 104.955 kr. og hún er aldrei lægri en 26.239 kr.
Greiddur er skattur af desemberuppbót.
Skilyrði:
Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember 2024.
Teljast tryggður í nóvember mánuði 2024.
Til að eiga rétt á fullri desemberuppbót þarf atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2024 eða meira og eiga fullan bótarétt.
Atvinnuleitandi sem á ekki fullan bótarétt og hefur verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði eða meira fær hlutfallslega uppbót í samræmi við rétt sinn til atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleitandi sem hefur verið skráður skemur en 10 mánuði atvinnulaus fær hlutfallslega desemberuppbót miðað við fjölda mánaða sem hann hefur verið á skrá og í samræmi við bótarétt sinn.
Dæmi ef þú hefur verið skemur en 10 mánuði á skrá:
- Ef þú hefur verið 4 mánuði á skrá og átt 100% bótarétt þá átt þú rétt til 40% desemberuppbót eða 41.982 kr.
- Ef þú hefur verið 6 mánuði á skrá og átt 50% bótarétt þá átt þú rétt til 30% desemberuppbótar eða 31.486 kr.
Ég fékk greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2023 en ekki vegna nóvember mánaðar:
Þá átt þú ekki rétt til desemberuppbótar. Skilyrði er að atvinnuleitandi staðfesti atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember og hafir talist tryggður í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði.
Hvar finn ég reglugerðina?
Reglugerð um desemberuppbót má nálgast með því að smella á eftirfarandi tengil:
Reglugerð um desemberuppbót 2022