Fjárhæðir atvinnuleysisbóta
Eftirfarandi fjárhæðir gilda frá 1. janúar 2024:
Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:
- Atvinnuleysisbætur eru 349.851 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 262.388 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 174.925 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
- Atvinnuleysisbætur eru 87.462 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).
Greiðslur vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára:
Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára er greidd mánaðarleg upphæð.
- Greitt er 4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum eða 13.994 kr. á mánuði með hverju barni.
Tekjutenging:
Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi·
Athugið að það þarf ekki að sækja sérstaklega um tekjutengingu. Hún er reiknuð með frá byrjun bótatímabils.
Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 551.530 kr. á mánuði. Útreikningur tekjutengingar miðast við:
Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.
Sjálfstætt starfandi: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og skal þá miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.
Bótarétt umsækjanda: Upphæð tekjutengingar miðast einnig við bótarétt umsækjanda sbr. reiknist umsækjandi með hámarkstekjutengingu en 50% bótarétt þá verða hámarksatvinnuleysisbætur 50% af 551.530 kr. eða kr. 275.765.
- Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.*
Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.
Umsækjandi á aðeins einu sinni rétt á hverju bótatímabili á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og þá í upphafi tímabilsins."
Frítekjumark
Tekjur sem fara umfram frítekjumarkið, 86.114 kr., skerða bæturnar um helming samanlagðra tekna (tekjur + bætur) sem eru umfram fullar atvinnuleysisbætur auk frítekjumarks (86.114 kr).
Útborgunardagar á Greiðslustofu árið 2024
Útborgunardagar á Greiðslustofu Janúar-Júní 2024
Janúar 2024
02.01.24 Leiðréttingar
04.01.24 Seinni staðfestingar
11.01.24 Leiðréttingar
16.01.24 Leiðréttingar
31.01.24 Útborgun
Febrúar 2024
02.02.24 Leiðréttingar
05.02.24 Seinni staðfestingar
12.02.24 Leiðréttingar
15.02.24 Leiðréttingar
29.02.24 Útborgun
Mars 2024
04.03.24 Leiðréttingar
07.03.24 Seinni staðfestingar
11.03.24 Leiðréttingar
15.03.24 Leiðréttingar
27.03.24 Útborgun
Apríl 2024
02.04.24 Leiðréttingar
05.04.24 Seinni staðfestingar
11.04.24 Leiðréttingar
16.04.24 Leiðréttingar
30.04.24 Útborgun
Maí 2024
02.05.24 Leiðréttingar
08.05.24 Seinni staðfestingar
13.05.24 Leiðréttingar
16.05.24 Leiðréttingar
31.05.24 Útborgun
Júní 2024
03.06.24 Leiðréttingar
05.06.24 Seinni staðfestingar
10.06.24 Leiðréttingar
14.06.24 Leiðréttingar
28.06.24 Útborgun
Útborgunardagar á Greiðslustofu Júlí-desember 2024
Júlí 2024
02.07.24 Leiðréttingar
05.07.24 Seinni staðfestingar
10.07.24 Leiðréttingar
16.07.24 Leiðréttingar
31.07.24 Útborgun
Ágúst 2024
02.08.24 Leiðréttingar
06.08.24 Seinni staðfestingar
12.08.24 Leiðréttingar
15.08.24 Leiðréttingar
30.08.24 Útborgun
September 2024
02.09.24 Leiðréttingar
04.09.24 Seinni staðfestingar
11.09.24 Leiðréttingar
16.09.24 Leiðréttingar
30.09.24 Útborgun
Október 2024
02.10.24 Leiðréttingar
04.10.24 Seinni staðfestingar
09.10.24 Leiðréttingar
16.10.24 Leiðréttingar
31.10.24 Útborgun
Nóvember 2024
04.11.24 Leiðréttingar
06.11.24 Seinni staðfestingar
12.11.24 Leiðréttingar
15.11.24 Leiðréttingar
29.11.24 Útborgun
Desember 2024
02.12.24 Leiðréttingar
04.12.24 Seinni staðfestingar
12.12.24 Leiðréttingar
18.12.24 Leiðréttingar
30.12.24 Útborgun