Fiskvinnslufyrirtæki – Greiðslur vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti

Fiskvinnslufyrirtæki sem hafa fengið starfsleyfi frá Matvælastofnun geta sótt greiðslur til Vinnumálastofnunar vegna vinnslustöðvunar í hráefnisskorti.  

Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. að

-tilkynnt sé skriflega um fyrirhugaða vinnslustöðvun með eins sólarhringsfyrirvara til Vinnumálastofnunar

-fiskvinnslufyrirtæki greiðir starfsfólki sínu föst laun á meðan vinnslustöðvun varir.

-starfsmaður sem sótt er um greiðslur fyrir sé með kauptryggingarsamning.

Umsóknarferlið

Umsóknarferli er rafrænt. Á Mínum síðum atvinnurekenda er unnt að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á kennitölu fyrirtækis eða í umboði fyrirtækis.

Umsóknarferlið er tvískipt. Fyrst þarf að tilkynna um fyrirhugaða stöðvun á vinnslu. Þegar ljóst er hversu lengi vinnslustöðvun varði er hægt að sækja um endurgreiðslu.

Í þessu stutta myndbandi er farið yfir umsóknarferlið: 

  .   

Tilkynning um fyrirhugaða vinnslustöðvun

Tilkynning um stöðvun er send í gegnum mínar síður sólahring áður en vinnsla stöðvast. Að sólahring liðnum opnast sá möguleiki að sækja um endurgreiðslu vegna tilkynningarinnar og er hún opin í 3 mánuði. Að þremur mánuðum liðnum fellur tilkynning niður skv. lögum.

Umsókn um greiðslur

Þegar vinnsla er hafin og ljóst er hversu lengi vinnslustöðvun varði er hægt að sækja um endurgreiðslu. Umsókn um greiðslur fer líka fram á mínum síðum. Mögulegt er að velja um endurgreiðslu vegna vinnslustöðvunar eða starfsfræðslunámskeiðs.

Þegar sótt er um endurgreiðslu opnast 15 daga tímabil og ekki er hægt að sækja um endurgreiðslu á rauðum dögum.


Mínar síður

Unnt er að framkvæma allar helstu aðgerðir á mínum síðum atvinnurekenda s.s. að skrá gögn,  breyta starfshlutfalli á starfsmanns, stofna eða breyta skráningu deilda fyrirtækisins, senda afrit af kauptryggingasamningum og bæta við starfsmanni. Fyrirtæki þurfa að sjá til þess að allar upplýsingar um starfsfólk sitt séu réttar en ekki þarf að nýskrá starfsmenn í hvert sinn sem sótt er um hjá Vinnumálastofnun. Virkir starfsmenn birtast í starfsmannalista þegar sótt er um endurgreiðslu. Þegar nýr starfsmaður er skráður inn í umsóknarkerfið verður að fylgja kauptryggingarsamningur með skráningunni og tilgreina starfshlutfall.

Á mínum síðum má einnig nálgast greiðsluyfirlit. Línur sem merktar eru gular í greiðsluyfirliti eru óafgreiddar.

Upphæð greiðslna

Greiðslur til fiskvinnslufyrirtækja vegna starfsmanna með kauptryggingasamninga eru dagpeningar atvinnuleysisbóta (hámark kr. 12.908.- á dag) og fer upphæðin eftir samningsbundnu starfshlutfalli launþegans.

Fjöldi greiðsludaga sem heimilt er að greiða í samfellu er að hámarki 15 dagar en þó aldrei fleiri en 35 á hverju almanaksári. Fyrstu 5 skráðir dagar á hvorum árshelmingi eru ekki greiddir.

Lög og reglur

Lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks nr. 51/1995

Reglugerð um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna kauptryggingar fiskvinnslufólks

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.