Atvinnuleitandi skal upplýsa Vinnumálastofnun tafarlaust um allar breytingar sem verða á högum og kunna að hafa áhrif á rétt hans á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur. Ef ekki er tilkynnt um slíkar breytingar getur það leitt til biðtíma eða annarra viðurlaga samkvæmt lögum. 

Dæmi um slíkar breytingar eru:

 • þátttaka í námi,
 • tilfallandi vinnu, 
 • hlutastarf,
 • fullt starf,
 • aðrar tekjur sem umsækjandi fær samhliða atvinnuleysisbótum,
 • stofnun fyrirtækis (ehf., slf., sf.) / eignarhlutur í fyrirtæki
 • veikindi umsækjanda,
 • skerta vinnufærni / óvinnufærni,
 • dvöl erlendis án U2-vottorðs,
 • orlof,
 • breytingu á heimilisfangi, símanúmeri og/eða netfangi.
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu