Upplýsingaskylda
Atvinnuleitandi skal upplýsa Vinnumálastofnun tafarlaust um allar breytingar sem verða á högum og kunna að hafa áhrif á rétt hans á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur. Ef ekki er tilkynnt um slíkar breytingar getur það leitt til biðtíma eða annarra viðurlaga samkvæmt lögum.
Allar breytingar þarf að tilkynna á Mínum síðum.
Atvinnuleitanda ber skylda til þess að tilkynna eftirfarandi:
- Nám skila þarf inn skólavottorði.
- Tilfallandi vinna ber að tilkynna amk. degi áður.
- Hlutastarf ber að tilkynna amk. degi áður.
- Fullt starf Umsækjanda ber skylda til að afskrá sig af atvinnuleysisbótum
- Aðrar tekjur sem umsækjandi fær samhliða atvinnuleysisbótum, svo sem leigutekjur og aðrar fjármagnstekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, stéttarfélögum, sjúkratryggingum og Tryggingarstofnun Íslands.
- Stofnun fyrirtækis (ehf., slf., sf.) / eignarhlutur í fyrirtæki. Tilkynna þarf um opnun rekstar sem hafði verið tímabundið stöðvaður eða ef þriðji aðili er ráðinn inn á sama tíma og eigandi þiggur atvinnuleysisbætur.
- Veikindi Skila þarf inn læknisvottorði
- Skert vinnufærni/óvinnufærni Skila þarf inn læknisvottorði
- Dvöl erlendis án U2-vottorðs, ber að tilkynna á amk. degi áður.
- Breytingu á símanúmeri og/eða netfangi.
Í myndbandinu má sjá hvernig hægt er að tilkynna tilfallandi vinnu eða tekjur á Mínum Síðum: