Upplýsingaskylda

Þú þarft að upplýsa Vinnumálastofnun tafarlaust um allar breytingar sem verða á högum þínum og kunna að hafa áhrif á rétt þinn á þeim tíma sem þú færð greiddar atvinnuleysisbætur. Hið sama gildir um þann tíma sem þú færð ekki greitt vegna viðurlaga. Ef þú tilkynnir ekki um slíkar breytingar getur það leitt til tímabundinnar eða varanlegrar greiðslustöðvunar.

Allar breytingar þarftu að tilkynna á Mínum síðum.   

Þér ber skylda til þess að tilkynna eftirfarandi: 

  • Nám skila þarf inn skólavottorði. 
  • Tilfallandi vinna ber að tilkynna a.m.k. degi áður. 
  • Hlutastarf  ber að tilkynna a.m.k. degi áður. 
  • Fullt starf Þú þarft að afskrá þig af atvinnuleysisbótum  
  • Aðrar tekjur sem þú færð samhliða atvinnuleysisbótum, svo sem leigutekjur og aðrar fjármagnstekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum, stéttarfélögum, sjúkratryggingum og Tryggingarstofnun Íslands.  
  • Stofnun fyrirtækis (ehf., slf., sf.) / eignarhlutur í fyrirtæki. Tilkynna þarf um opnun rekstrar sem hafði verið tímabundið stöðvaður eða ef þriðji aðili er ráðinn inn á sama tíma og eigandi þiggur atvinnuleysisbætur. 
  • Veikindi Vinnumálastofnun getur kallað eftir læknisvottorði 
  • Skert vinnufærni/óvinnufærni Skila þarf inn læknisvottorði sem vottar starfshæfni þína í dag ásamt upphafi og hlutfalli óvinnufærni.   
  • Dvöl erlendis án U2-vottorðs, ber að tilkynna á a.m.k. degi áður.  
  • Breytingu á símanúmeri og/eða netfangi. 

Í myndbandinu má sjá hvernig hægt er að tilkynna tilfallandi vinnu eða tekjur á Mínum Síðum:

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni