Útsendir starfsmenn

Upplýsingaskylda

Lög nr. 45/2007 gilda um fyrirtæki (þjónustufyrirtæki) sem hefur staðfestu í öðru ríki innan EES, öðru EFTA-ríki eða Færeyjum og sendir starfsmann tímabundið hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu með eftirtöldum hætti:

  1. Starfsmaður sendur hingað til lands á vegum fyrirtækisins og starfar hann undir verkstjórn þess í tengslum við samning við notendafyrirtæki um veitingu þjónustu hér á landi;
  2. Starfsmaður sendur hingað til lands á vegum fyrirtækisins til starfsstöðvar eða fyrirtækis í eigu sömu fyrirtækjasamstæðu hér á landi eða
  3. á vegum fyrirtækis og starfsmaður er leigður gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess. Hér er átt við um starfsmannaleigu, gilda þ.a.l. lög nr. 45/2007 líka um starfsmannaleigur.

Þá er það skilyrði að ráðingarsamband sé á milli fyrirtækisins og starfsmannsins þann tíma sem hann starfar hér á landi. 

Lögin kveða á um skyldu þjónustufyrirtækja, sem hyggst veita þjónustu hér á landi lengur en samtals tíu virka dagaá hverjum tólf mánuðum að veita Vinnumálastofnun upplýsingar um, meðal annars, veitingu þjónustunnar og yfirlit yfir þá starfsmenn sem starfa munu hér á landi á vegum fyrirtækisins.

Undanþága frá upplýsingaskyldu þjónustufyrirtækis er vegna þjónustu sem felur í sér sérhæfða samsetningu, uppsetningu, eftirlit eða viðgerð tækja og er ekki ætlað að vara lengur en fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum og í þeim tilvikum þarf fyrirtæki ekki að skrá sig.

  •   Leiki vafi á um hvort þjónustufyrirtæki beri að tilkynna sig til Vinnumálastofnunar skal í öllum tilvikum haft samband við stofnunina til þess að fá ráðleggingar þar um.

 

Starfskjör útsendra starfsmanna

Þann tíma sem útsendur starfsmaður starfar hér á landi gilda íslensk lög um starfskjör hans. Þar með talin lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrissréttinda, að því er varðar lágmarkslaun og aðra launþætti, yfirvinnugreiðslur, réttindi til orlofs, hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma.  Lögin kveða á um að laun og önnur starfskjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör. Íslenskir kjarasamningar kveða þar af leiðandi á um lágmarkskjör fyrir erlenda starfsmenn sem hingað eru sendir tímabundið til lands þann tíma sem þeir starfa hér.  Þá skal starfsmaður njóta réttar til launa í veikinda- og slysatilvikum á meðan hann starfar hér á landi í tengslum við veitingu þjónustu.

  •   Til þess að tryggja að starfskjör erlendra starfsmanna eru í samræmi við íslenska kjarasamninga á meðan starfstíma þeirra á Íslandi varir óskar Vinnumálastofnun eftir afritum af ráðningarsamningum þeirra starfsmanna sem hingað eru sendir til lands.

Starfskjör og veikindaréttur þurfa hins vegar ekki að vera í samræmi við íslenskan rétt ef um er að ræða fyrstu samsetningu og/eða fyrstu uppsetningu vöru, sem er þáttur í samningi um veitingu vöru og er nauðsynleg til að taka megi vöruna í notkun og er framkvæmd af faglærðum eða sérhæfðum starfsmönnum fyrirtækis, ef það tímabil sem starfsmaðurinn er hér á landi varir ekki lengur en átta daga.

Fulltrúi

Veiti fyrirtæki þjónustu á Íslandi í samtals lengur en fjórar vikur á hverjum tólf mánuðum skal það hafa fulltrúa hér á landi. Fulltrúinn getur verið verið einn af starfsmönnum fyrirtækisins sem starfar tímabundið hér á landi. Ekki er skylt að tilnefna fulltrúa ef færri en sex starfsmenn starfa að jafnaði hér á landi á vegum fyrirtækisins.  Fulltrúi fyrirtækisins kemur fram fyrir hönd þess og ber ábyrgð á að veita stjórnvöldum upplýsingar samkvæmt lögum nr. 45/2007.

Notendafyrirtæki

Innlenda notendafyrirtækið sem nýtir sér þjónustu erlends þjónustufyrirtækis ber að óska eftir skriflegri staðfestingu um að það hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni til Vinnumálastofnunar. Verði þjónustufyrirtæki ekki að beiðni notendafyrirtækis skal það tilkynnt til Vinnumálastofnunar ásamt því að veita upplýsingar um nafn fyrirtækis, nafn fyrirsvarsmanns þess, heimilisfang í heimaríki og tegund þjónustunnar sem veita skal. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni