Leiðbeiningar vegna endurgreiðslu ráðningarstyrks – „Hefjum störf“
Upphæðir endurgreiðslna og tegund (viðfang) úrræðis vegna vinnumarkaðsúrræða eru eftirfarandi:
Mikilvægt er að reikningar séu skráðir á rétt Úrræði (Viðfang)
Viðfang 11141 - Ráðningarstyrkur:
- Allir atvinnurekendur sem vilja ráða atvinnuleitanda til starfa.
- Atvinnurekandi sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 1 mánuð fær styrk sem nemur allt að 307.430 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 342.784 kr.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að stofnun, sveitarfélag félagasamtök eða fyrirtæki séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Viðfang 11142 - Fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn:
- Fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að fyrirtækið hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Fyrirtæki sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Viðfang 11143 - Stofnanir og sveitarfélög:
- Stofnun eða sveitarfélag sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 24 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
- Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að stofnun eða sveitarfélag sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
Viðfang 11144 - Frjáls félagasamtök:
- Frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar-og/eða mannúðarmálum, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru undanþegin skattskyldu
- Frjáls félagasamtök sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.
- Til viðbótar geta frjáls félagasamtök fengið sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er hverju sinni vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir.
- Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að félagasamtökin hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
- Að félagasamtökin séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
- Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.
- Farið er inn á vef Vinnumálastofnunar : https://vinnumalastofnun.is/
- Valið er Rafrænir reikningar:
- Þá birtist rafrænn reikningur.
a. Seljandi:
Viðkomandi fyllir út upplýsingar um seljanda (fyrirtæki/stofnun/sveitarfélag/félagasamtök) eins og við á. Mikilvægt er að fylla út í alla reitina. (Sjá dæmi um reikning hér að neðan)- Reikningsnúmer er það númer sem kemur upp í bókhaldskerfi seljanda
b. Kaupandi:
Þá er valið Atvinnuleysistryggingasjóður í fellistikunni.
Gjalddagi : Hér er gjalddagi reiknings skráður. Hægt er að velja eindaga 10 dögum eftir skráningardag.
Útgáfudagur reiknings : Hér er settur inn útgáfudagur
Deild : Hér þarf að setja inn rétta tegund úrræðis
1. Hefjum störf - Fyrirtæki 2. Hefjum störf - Sveitarfélag |
3. Hefjum störf - félagasamtök 4. Hefjum störf - Ráðningarstyrkur |
Nafn tengiliðs : Hér verður að setja inn nafn á viðkomandi tengilið sem sendir inn reikninginn
4.. Greiðslu upplýsingar : Hér þarf að fylla inn banka upplýsingar
Vörunúmer : Nauðsynlegt er að setja rétt viðfangsnúmer sem lýsir tegund úrræðis.
Viðfang |
Tegund |
11141 |
Ráðningarstyrkur |
11142 |
Fyrirtæki með < 70 starfsmenn |
11143 |
Stofnanir og sveitarfélög |
11144 |
Frjáls félagasamtök |
ATHUGIÐ: Ef atvinnurekendur eru með fleiri en einn starfsmann á sama viðfangsnúmeri má senda einn reikning fyrir þá alla, séu starfmenn hins vegar á mismunandi úrræðum verður að aðgreina þessa reikninga.
Heiti: Laun Jón Jónsson 2021 – 03
Magn: Hlutfall starfs miðað við fullt starf og fullan mánuð, margfaldað með fjölda mánaða.
Ein.verð: upphæð endurgreiðslu fyrir starfsmenn. Upphæðin fer eftir tegund umsóknar hverju sinni og eru með mótframlagi og án VSK.
Sé um tímavinnu að ræða má setja inn 1 í magn og upphæð eru þá heildar skattskyld laun með orlofi að viðbættu mótframlagi
*Upphæðina verður að setja inn með 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð, ef um er að ræða Frjáls Félagsamtök verður einnig að bæta við 25% styrk. Sé það ekki gert verður reikningnum hafnað og umsækjendur beðnir um að fylla út nýjan reikning.
5. Forsenda greiðslna er að í viðhengi séu afrit á PDF formi af :
- Launaseðli á PDF formatti
- Staðfesting á greiðslu á PDF formatti
Ef þessi viðhengi fylgja ekki eða reikningur er ekki rétt út fylltur áskiljum við okkur að hafna reikning.
Umsækjendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar um hvern málaflokk fyrir sig á heimasíðu Vinnumálastofnunar.