Leiðbeiningar vegna endurgreiðslu ráðningarstyrks – „Hefjum störf“

Upphæðir endurgreiðslna og tegund (viðfang) úrræðis vegna vinnumarkaðsúrræða eru eftirfarandi:

Mikilvægt er að reikningar séu skráðir á rétt Úrræði (Viðfang)


Viðfang 11141 - Ráðningarstyrkur:

  • Allir atvinnurekendur sem vilja ráða atvinnuleitanda til starfa.
  • Atvinnurekandi sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 1 mánuð fær styrk sem nemur allt að 307.430 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 342.784 kr.
  • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
  • Að stofnun, sveitarfélag félagasamtök eða fyrirtæki séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Viðfang 11142 - Fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn:

  • Fyrirtæki sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
  • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að fyrirtækið hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
  • Fyrirtæki sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Viðfang 11143 - Stofnanir og sveitarfélög:

  • Stofnun eða sveitarfélag sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 24 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði. Hámarksgreiðsla getur því verið 527.211 kr.
  • Einnig er hægt að greiða styrk vegna ráðningar á atvinnuleitendum sem fullnýttu bótarétt sinn eftir 1. október 2020.
  • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að stofnun eða sveitarfélag hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
  • Að stofnun eða sveitarfélag sé í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

Viðfang 11144 - Frjáls félagasamtök:

  • Frjáls félagasamtök sem starfa að góðgerðar-og/eða mannúðarmálum, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og eru undanþegin skattskyldu
  • Frjáls félagasamtök sem ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti 12 mánuði fær styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki 472.835 kr. á mánuði að viðbættu 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í allt að sex mánuði.
  • Til viðbótar geta frjáls félagasamtök fengið sérstakan styrk sem nemur allt að 25% af fjárhæð þess styrks sem greiddur er hverju sinni vegna kostnaðar hlutaðeigandi félagasamtaka í tengslum við þau tímabundnu átaksverkefni sem um ræðir.
  • Ráðning atvinnuleitanda feli í sér aukningu á starfsmannafjölda og að félagasamtökin hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá áður en til ráðningar atvinnuleitanda kemur.
  • Að félagasamtökin séu í skilum með launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
  • Styrkur er greiddur í hlutfalli við starfshlutfall.

  1. Farið er inn á vef Vinnumálastofnunar : https://vinnumalastofnun.is/
  2. Valið er Rafrænir reikningar:
  3.  Þá birtist rafrænn reikningur.
    a. Seljandi:
      Viðkomandi fyllir út upplýsingar um seljanda (fyrirtæki/stofnun/sveitarfélag/félagasamtök) eins og við á. Mikilvægt er að fylla út í alla reitina. (Sjá dæmi um reikning hér að neðan)
    1. Reikningsnúmer er það númer sem kemur upp í bókhaldskerfi seljanda

 

b. Kaupandi:
Þá er valið Atvinnuleysistryggingasjóður í fellistikunni.

Gjalddagi : Hér er gjalddagi reiknings skráður. Hægt er að velja eindaga 10 dögum eftir skráningardag.

Útgáfudagur reiknings : Hér er settur inn útgáfudagur

Deild : Hér þarf að setja inn rétta tegund úrræðis

1.       Hefjum störf - Fyrirtæki

2.       Hefjum störf - Sveitarfélag

3.       Hefjum störf - félagasamtök 

4.       Hefjum störf - Ráðningarstyrkur

Nafn tengiliðs : Hér verður að setja inn nafn á viðkomandi tengilið sem sendir inn reikninginn

4.. Greiðslu upplýsingar : Hér þarf að fylla inn banka upplýsingar

Vörunúmer :  Nauðsynlegt er að setja rétt viðfangsnúmer sem lýsir tegund úrræðis.

Viðfang

Tegund

11141

Ráðningarstyrkur

11142

Fyrirtæki með < 70 starfsmenn

11143

Stofnanir og sveitarfélög

11144

Frjáls félagasamtök

ATHUGIÐ: Ef atvinnurekendur eru með fleiri en einn starfsmann á sama viðfangsnúmeri má senda einn reikning fyrir þá alla, séu starfmenn hins vegar á mismunandi úrræðum verður að aðgreina þessa reikninga.

Heiti: Laun Jón Jónsson 2021 – 03
Magn: Hlutfall starfs miðað við fullt starf og fullan mánuð, margfaldað með fjölda mánaða.
Ein.verð: upphæð endurgreiðslu fyrir starfsmenn. Upphæðin fer eftir tegund umsóknar hverju sinni og eru með mótframlagi og án VSK.

Sé um tímavinnu að ræða má setja inn 1 í magn og upphæð eru þá heildar skattskyld laun með orlofi að viðbættu mótframlagi

*Upphæðina verður að setja inn með 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð, ef um er að ræða Frjáls Félagsamtök verður einnig að bæta við 25% styrk. Sé það ekki gert verður reikningnum hafnað og umsækjendur beðnir um að fylla út nýjan reikning.

5. Forsenda greiðslna er að í viðhengi séu afrit á PDF formi af :

  • Launaseðli á PDF formatti
  • Staðfesting á greiðslu á PDF formatti

Ef þessi viðhengi fylgja ekki eða reikningur er ekki rétt út fylltur áskiljum við okkur að hafna reikning.

Umsækjendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar um hvern málaflokk fyrir sig á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Hér eru dæmi um reikninga vegna átaksverkefnisins:


Dæmi um reikning fyrir Úrræðið Ráðningarstyrkur – Viðfang 11141:

Dæmi um reikning fyrir Úrræðið Fyrirtæki < 70 starfmenn – Viðfang 11142:

Dæmi um reikning fyrir Úrræðið Stofnanir og sveitafélög – Viðfang 11143:

Dæmi um reikning fyrir Úrræðið Frjáls Félagasamtök – Viðfang 11144


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni