pageicon

Ráðningarþjónusta

Ráðningarþjónusta

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar starfrækja ráðningarþjónustu þar sem atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki. Auglýsing nær til breiðs hóps og nýtur atvinnurekandi aðstoðar atvinnuráðgjafa við ráðningarferlið. 

Við höfum á skrá fjölda hæfra einstaklinga sem búa yfir margskonar menntun og reynslu sem gæti hentað þínu fyrirtæki eða starfsemi. 

Vinnumálastofnun er einnig aðili að EURES – evrópskri vinnumiðlun, þar sem fyrirtæki geta auglýst störf sín á EES svæðinu

Atvinnuráðgjafar vinnumiðlunar  leitast við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem er sniðin að óskum atvinnurekenda. Fyllsta trúnaðar er gætt.

Öll þjónusta við atvinnurekendur er gjaldfrjáls.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni