Mikilvægar leiðbeiningar varðandi ábyrgð og hlutverk umsjónaraðila

Í vefgátt fyrir umsjónaraðila https://minarsidur.vinnumalastofnun.is/umsjonaradilagatt fer allt afgreiðsluferli fram varðandi umsókn um vinnusamninga.  Þar skráir umsjónaraðili sig inn með notendanafni og lykilorði sem Vinnumálastofnun úthlutar.


Skilyrði fyrir vinnusamningi öryrkja:

1. Einstaklingur hafi fengið starf á almennum vinnumarkaði
2. Gilt örorkumat, endurhæfingarlífeyrir eða örorkustyrkur undir 50%.
3. Að einstaklingur fái greiðslur frá Tryggingastofnun.
4.  Ef að laun með öllum aukagreiðslum fara yfir 914.824.-  kr á mánuði (meðaltals-mánaðarlaun á ársgrundvelli)  þá falla greiðslur Tryggingastofnunar niður og þar með stöðvast endurgreiðsla til atvinnurekanda vegna einstaklings sem er með vinnusamning öryrkja.

Umsjónaraðili ber ábyrgð á að:

  • Fá undirritað umboð frá einstaklingi til þess að hafa heimild til að sækja um vinnusamning og skanna umboðið í umsjónaraðilagátt.
  • Sækja um vinnusamning og tryggja að upplýsingar varðandi umsókn eru réttar. Sækja þarf um vinnusamning í vefgátt umsjónaraðila í sama mánuði og ráðning tekur gildi. Athugið að ekki er hægt að gera afturvirka vinnusamninga.
  • Launakjör samræmist kjarasamningum.
  • Sótt er um vinnusamning fyrir starf á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Viðmið: hver sem er getur sótt um starfið.
  • Aðstæður á vinnustað uppfylli reglur um hollustuhætti og öryggismál.
  • Vinnuaðstæður og álag eru í samræmi við þann sem ráðinn er til starfa.

Umsjónaraðili ber ábyrgð á að vinnusamningar séu endurnýjaðir eða sagt upp eftir því sem við á:

  • Endurgreiðsla nær til fastra launa en í sérstökum tilvikum er  einnig greitt vegna eftirvinnu, bónus- og álagsgreiðslna að því tilskyldu að það komi fram í umsókn um vinnusamning.
  • Uppfæra þarf launatölur við endurnýjun á vinnusamningi.
  • Tryggja þarf að kjarasamningsbundnar hækkanir skili sér til einstaklings (t.d. almennar hækkanir, starfsaldurshækkanir).
  • Ef hækkun verður á starfshlutfalli þarf að sækja um nýjan vinnusamning.
  • Leiðbeina þarf einstaklingum um að skila inn nýrri og réttri tekjuáætlun til Tryggingarstofnunar ríkisins þegar breytingar verða á tekjum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið vinnusamningar@vmst.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni