Ekki er heimilt að starfa við rekstur á eigin kennitölu / taka að sér verktakavinnu samhliða atvinnuleysisbótum.

  • Atvinnuleitandi þarf að skrá sig af atvinnuleysisbótum þá daga sem verkefni stendur yfir.
  • Afskráning þarf að eiga sér stað áður en verkefni hefst og að loknu verkefni þarf atvinnuleitandi að koma á þjónustuskrifstofu og óska eftir endurskráningu.
  • Leggja þarf fram afrit af reikningi vegna vinnunnar. Mikilvægt er að á reikningnum komi fram upplýsingar um það tímabil sem starf var unnið.
  • Afrit af reikningi þarf að berast Vinnumálastofnun án ástæðulausrar tafar þegar reikningur er gefinn út.
  • Afskrá þarf heilan dag þrátt fyrir að verktakavinna vari skemur en 8 klst.
  • Jafnframt er ekki heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu sbr. atvinnuleitandi sem kennir 2x2  klst í viku jafngildir afskráningu í 2 daga.
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu