Verktakavinna/rekstur á eigin kennitölu
Ekki er heimilt að starfa við rekstur á eigin kennitölu / taka að sér verktakavinnu samhliða atvinnuleysisbótum.
Atvinnuleitandi á ekki rétt á atvinnuleysisbótum þá daga sem hann innir af hendi verktakavinnu og ber að tilkynna um slíka vinnu til Vinnumálastofnunar á mínum síðum atvinnuleitanda. Eru þá ekki greiddar atvinnuleysisbætur fyrir þá daga mánaðarins.
- Atvinnuleitandi þarf að tilkynna um verktaka vinnu á mínum síðum atvinnuleitanda þá daga sem verkefni stendur yfir.
- Tilkynning um verktakavinnu þarf að berast í síðasta lagi sama dag og verkefni hefst.
- Vinnumálastofnun kann að óska eftir afriti af reikningi vegna vinnunnar. Ef svo er gert er mikilvægt að á reikningnum komi fram upplýsingar um það tímabil sem starf var unnið.
- Tilkynna þarf heilan dag sem verktakavinnu á mínum síðum þrátt fyrir að verktakavinna vari skemur en 8 klst.
- Ekki er heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu og skrá þá á einn dag. Séu unnir tveir tímar í verktakavinnu á tveimur dögum í viku ber að skrá inn báða dagana.
Hér má sjá leiðbeiningar: