Samráð atvinnurekanda og starfsmanna

Í 5. og 6. grein laganna er kveðið á um samráð atvinnurekanda og starfsmanna í gegnum trúnaðarmann eða annan fulltrúa starfsmanna. Mikilvægt er að atvinnurekandi hafi samráð við trúnaðarmann eða annan fulltrúa starfsmanna áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur, enda skal með því leitað leiða til að forðast hópuppsagnir eða fækka starfsmönnum sem fyrir þeim verða.

Ekki er tiltekið í lögum hvað telst nægilegt samráð né heldur tímarammi um slíkt samráð, enda getur verið mjög mismunandi í hverju tilviki fyrir sig hversu mikið samráðið þarf að vera. Atvinnurekandi skal þó eins fljótt og auðið er hafa samráð við trúnaðarmann/ fulltrúa starfsmanna, áformi hann uppsagnir. Trúnaðarmanni /fulltrúa starfsmanna skal gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Atvinnurekandi skal láta fulltrúum starfsmanna í té þær upplýsingar sem máli skipta vegna fyrirhugaðra uppsagna og tilgreina skriflega a.m.k.:

  1. ástæður fyrirhugaðra uppsagna 
  2. fjölda starfsmanna sem til stendur að segja upp og hvaða störfum þeir gegna
  3. hve margir eru að jafnaði í vinnu og hvers konar störfum þeir gegna
  4. á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eiga að koma til framkvæmda
  5. viðmiðanir sem til stendur að nota við val á starfsmönnum sem segja á upp 
  6. upplýsingar um sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna uppsagna aðrar en þær sem kveðið er á um í lögum eða kjarasamningum og hvernig þessar greiðslur eru reiknaðar.

Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sérstakt eyðublað í þessum tilgangi, og nálgast má á vinnumarkaðsvef SA.

Afrit af þeim upplýsingum sem afhentar eru fulltrúum starfsmanna skulu sendar á netfangið: hopuppsagnir@vmst.is

Æskilegt er að það sé gert sem fyrst eftir að gögnin hafa verið afhent trúnaðarmanni / fulltrúa starfsmanna. 

Í framhaldinu er það undir málsaðilum komið með hvaða hætti starfsfólk á viðkomandi þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar kemur að málum á meðan á samráðsferlinu stendur, en fulltrúi Vinnumálastofnunar situr gjarnan samráðs-/kynningarfundi sé þess óskað, veitir upplýsingar um hvaða þjónusta og úrræði eru í boði af hálfu Vinnumálastofnunar komi til uppsagna, upplýsir um atvinnuleysisbótarétt, möguleg laus störf og fleira þess háttar.

 

Tilkynning til Vinnumálastofnunar

Að höfðu samráði skv 5. og 6 grein skal atvinnurekandi senda tilkynningu um fyrirhugaðar uppsagnir á netfangið hopuppsagnir@vmst.is og jafnframt senda trúnaðarmanni /fulltrúa starfsmanna afrit af þeirri tilkynningu. Í tilkynningunni skulu koma fram:

  • ástæður uppsagna
  • fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu
  • hve mörgum starfsmönnum er verið að segja upp
  • á hvaða tímabili uppsagnirnar eiga að taka gildi – hér er átt við hvenær þeim sem sagt er upp láta af störfum.
  • hvort samráð hefur verið haft við trúnaðarmenn eða aðra fulltrúa starfsmanna og þá með hvaða hætti, en þar þarf að koma fram a.m.k. við hvern var haft samráð og hvenær (helstu samskipti / fundir)

Hægt er að nálgast tilkynningu um hópuppsagnir hér.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni