Staðfesting á atvinnuleit
Staðfesta þarf atvinnuleit 20. - 25. dags hvers mánaðar. Atvinnuleit er staðfest frá "Mínar síður".
- Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit frá 20. - 25. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrsta virka dag í mánuði.
- Greiðslur til umsækjenda sem staðfesta atvinnuleit sína milli 26. og 3. næsta mánaðar eru ekki afgreiddar fyrr en 5 virkum dögum eftir mánaðamót.
- Greiðslur til umsækjanda sem staðfesta atvinnuleit sína eftir 3. næsta mánaðar greiðast með útborgun næstu mánaðarmót
Við staðfestingu á atvinnuleit er umsækjandi að staðfesta að hann sé enn án atvinnu og í virkri atvinnuleit. Við staðfestingu er hægt að koma nauðsynlegum upplýsingum til Vinnumálastofnunar t.d. um tilfallandi vinnu eða hlutastarf.
Þeir sem ekki staðfesta atvinnuleit á tilsettum tíma eru afskráðir.