Ný stafræn umsókn um fæðingarorlof
Nú geta verðandi foreldrar sem eru á vinnumarkaði sótt um fæðingarorlof stafrænt á einfaldan og notendavænan hátt.
Ný stafræn umsókn um fæðingarorlof hefur síðustu misseri verið í vinnslu í samstarfi við island.is
Ferlið sækir sjálfkrafa gögn sem þurfa að fylgja umsókninni og sendir sjálfkrafa áfram til maka og atvinnurekanda til samþykktar.
Ef þú ert foreldri í meira en 25% starfi áttu rétt á launuðu fæðingarorlofi í 6 mánuði. Greiðslur eru tekjutengdar og nema 80% af meðaltali heildarlauna, að hámarki 600.000 kr. á mánuði.
Hefja má töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.
Skila þarf umsókn 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag eða ef barn er þegar fætt, 6 vikum fyrir upphaf töku fæðingarorlofs.