Ný stafræn umsókn um fæðingarorlof

Nú geta verðandi foreldrar sem eru á vinnumarkaði sótt um fæðingarorlof stafrænt á einfaldan og notendavænan hátt.
Ný stafræn  umsókn um fæðingarorlof hefur síðustu misseri verið í vinnslu í samstarfi við island.is

Ferlið sækir sjálfkrafa  gögn sem þurfa að fylgja umsókninni og sendir sjálfkrafa áfram til maka og atvinnurekanda til samþykktar.

Hvaða hópur getur sótt um stafrænt?

  • Fólk á almennum vinnumarkaði

  • Sjálfstætt starfandi

  • Umsækjendur á atvinnuleysisbótum

  • Utan vinnumarkaðar, fæðingarstyrkur

  • Námsmenn, utan vinnumarkaðar

  • Unnið er að þróun umsóknar fyrir aðra hópa (m.a. vegna ættleiðinga, tæknifróvgana, fjölburafæðinga og fleira), á meðan hún er í vinnslu gilda eldri umsóknir sem má finna hér

  • Athugið að barnshafandi foreldri þarf að klára stafræna umsókn á undan maka.

Smelltu hér til að sækja um fæðingarorlof


Réttur til fæðingarorlofs

Ef þú ert foreldri í meira en 25% starfi áttu rétt á launuðu fæðingarorlofi í 6 mánuði. Greiðslur eru tekjutengdar og nema 80% af meðaltali heildarlauna, að hámarki 600.000 kr. á mánuði.

Hefja má töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.

Skila þarf umsókn 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag eða ef barn er þegar fætt, 6 vikum fyrir upphaf töku fæðingarorlofs.

Aðrar umsóknir

Unnið er að þróun umsóknar fyrir aðra hópa (m.a. vegna ættleiðinga, tæknifróvgana, fjölburafæðinga og fleira), á meðan hún er í vinnslu gilda eldri umsóknir sem má finna hér


Umsóknin er í stöðugri þróun og hvetjum við umsækjendur til þess að senda ábendingar og tillögur til island@island.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni