Atvinnuleysisbætur og útlönd
Ef þú þiggur atvinnuleysisbætur getur þú farið í atvinnuleit til Evrópu og haldið dagpeningum þínum. Þá ferðu til útlanda með svokallað U2 vottorð, það veitir þér rétt til að fá greiddar atvinnuleysisbætur í allt að þrjá mánuði (en þó aldrei í lengri tíma en bótaréttur leyfir) meðan þú ert að leita þér að vinnu í EES ríki.
Ef þú ætlar í atvinnuleit á Íslandi þá getur þú fengið vottað að þú hafir verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki með U1 vottorði og aukið þannig rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi. Skilyrði er að þú hafir verið launamaður og greitt hafi verið tryggingargjald af launum þínum.