Þjónusta við atvinnurekendur

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar starfrækja ráðningarþjónustu þar sem atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki. Auglýsing nær til breiðs hóps og nýtur atvinnurekandi aðstoðar atvinnuráðgjafa við ráðningarferlið. 

Við höfum á skrá fjölda hæfra einstaklinga sem búa yfir margskonar menntun og reynslu sem gæti hentað þínu fyrirtæki eða starfsemi. 

Atvinnuráðgjafar leitast við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem er sniðin að óskum atvinnurekenda. Fyllsta trúnaðar er gætt.

Öll þjónusta við atvinnurekendur er gjaldfrjáls.

Ráðningarstyrkur

Að auki geta atvinnurekendur og atvinnuleitendur nýtt sér Ráðningarstyrki sem er helsta verkfæri Vinnumálastofnunar til að skapa ný störf og koma atvinnuleitendum aftur út á vinnumarkaðinn.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Ráðningarstyrki.

Atvinnuleitendur búa yfir margvíslegri reynslu, þekkingu og hæfni og ættu flest fyrirtæki að geta fundið starfsmenn við hæfi.
Helstu skilyrði fyrir ráðningu einstaklings í vinnumarkaðsúrræði eru að fyrirtækið þarf að vera skráð og í öruggum rekstri.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni