Námsmaður
Námsmenn eru ekki tryggðir samkvæmt lögum um
atvinnuleysistryggingar, nema þegar námið er hluti vinnumarkaðsaðgerða samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar.
Umsækjanda um atvinnuleysisbætur er heimilt að stunda nám á háskólastigi sem nemur að hámarki 12 ECTS-einingum á námsönn enda sé um svo lágt námshlutfall að ræða að námið telst ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
- Umsækjandi skal upplýsa Vinnumálastofnun um námið og leggja fram leggja fram staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun um námshlutfallið.
Stundi einstaklingur nám á háskólastigi í meira umfangi en 12 ECTS-einingar á námsönn eða annað nám þá þarf viðkomandi að hafa samband við ráðgjafa Vinnumálastofnunar til að kanna með rétt til atvinnuleysisbóta samhliða því námi. Aldrei er heimilt að stunda meira en 20 ECTS-eininga nám samhliða atvinnuleysisbótum.
Umsækjandi um atvinnuleysisbætur sem hefur verið skráður í nám á síðustu námsönn án þess að hafa sannanlega lokið náminu og hyggst halda námi áfram á næstu námsönn telst ekki vera í virkri atvinnuleit í námsleyfi samkvæmt kennslu- og/eða námskrá hlutaðeigandi skóla. Hið sama gildir um námsmenn sem skipta um skóla milli námsanna eða fara milli skólastiga.