Gjaldþrot atvinnurekanda
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða launamanni gjaldþrota félags atvinnuleysisbætur þann tíma sem hann er án atvinnu á uppsagnarfresti meðan hann bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum samkvæmt lögum, enda uppfylli hann skilyrði laga um atvinnuleysistryggingar.
Skilyrði er jafnframt að launamaður framselji Atvinnuleysistryggingasjóði þann hluta launakröfu sinnar á hendur Ábyrgðasjóði launa er nemur fjárhæð þeirra atvinnuleysisbóta sem hann fær greiddar á þessum tíma.
Eftirfarandi gögn þarf að leggja fram eftir atvikum þegar sótt er um atvinnuleysisbætur í uppsagnarfresti:
- Staðfestingu á starfstímabili eða staðfestingu á vinnustundum frá stéttarfélagi ef ekki er hægt að fá staðfestingu starfstímabils frá atvinnurekanda.
- Staðfestingu frá stéttarfélagi að krafa verði gerð í réttmætan uppsagnarfrest.
- Starfshæfnivottorð ef um skerta vinnufærni er að ræða.
- Ef þú ert í öðru starfi þarf að skrá það inn í umsókn um atvinnuleysisbætur.
- Tilkynna þarf um greiðslur frá lífeyrissjóði, Tryggingastofnun og öðrum aðilum með aðgerðinni "Tilkynna tekjur eða vinnu" á mínum siðum.
- Staðfestingu frá skóla um námslok þar sem fram kemur námstímabil umsækjanda.
- Staðfestingu frá skóla um námshlutfall.
- Hér er hægt að nálgast eyðublöð
Umsókn um atvinnuleysisbætur felur jafnframt í sér umsókn um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum.
- Greitt er frá þeim degi sem uppsagnarfrestur tekur gildi og að uppsagnarfresti loknum getur aðili þegið almennar atvinnuleysisbætur.
- Launamaður gjaldþrota félags getur fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur.
Ábyrgðarsjóður launa
Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld í bú vinnuveitanda sem hefur staðfestu og rekur starfsemi hér á landi. Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að kröfurnar hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur skv. lögum um gjaldþrotaskipti.
Sjá nánar um Ábyrgðasjóð launa hér.