Afgreiðsla umsókna

Þegar umbeðin gögn hafa borist er umsóknin send til  Greiðslustofu til afgreiðslu. Umsóknir og gögn eru afgreidd í þeirri röð sem þau berast. 
Afgreiðsla umsókna getur tekið um 8 vikur.

Farið er yfir umsóknir og meðfylgjandi gögn og bótaréttur metinn. Ef ekki er óskað frekari upplýsinga eða gagna frá umsækjanda er umsókn afgreidd og hefst þá greiðsla atvinnuleysisbóta næstu mánaðarmót á eftir sé umsókn samþykkt.

Mikilvægt er að umbeðinn gögn berist sem fyrst svo hægt sé að ljúka skráningu á umsókn og úrskurða um bótarétt. Vegna mikils álags getur tekið um 8 vikur að ljúka við afgreiðsu umsóknar eftir að öll gögn hafa borist.

Afgreiðslu frestað
Sé þörf á frekari upplýsingum og/eða gögnum er afgreiðslu umsóknar frestað  og umsækjanda sent bréf frá Greiðslustofu í gegnum mínar síður. 
Afgreiðslu umsóknar getur verið frestað meðal annars ef:

  • Gögn eða upplýsingar vantar, til dæmis staðfestingu starfstímabils, starfshæfnisvottorð, staðfestingu um námslok/námstímabil eða skýringarbréf vegna starfsloka.

Berist umbeðin gögn og/eða skýringar og andmæli ekki innan tilskilins frests er umsókn afgreidd á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Upplýsingar um stöðu umsóknar í afgreiðsluferli er hægt að nálgast á Mínum síðum undir Stöðu umsóknar.

Greiðslustofa Vinnumálastofnunar annast greiðslu atvinnuleysisbóta.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni