Umsókn um atvinnuleysisbætur
Athugið að vegna álags og mikils fjölda umsókna tekur allt að 6 vikur að afgreiða nýjar umsóknir um atvinnuleysisbætur.
- Þú sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar.
- Til þess að þú getir sótt um atvinnuleysisbætur að þá þarftu að vera með Íslykil eða rafræn skilríki.
Hvenær á að sækja um atvinnu og atvinnuleysisbætur?
Þú getur sótt um atvinnuleysisbætur allt að mánuði áður en þú verður atvinnulaus að fullu eða hluta. Sem umsækjandi getur þú í fyrsta lagi fengið greiddar atvinnuleysisbætur frá og með þeim degi sem þú getur hafið störf, þ.e. ert orðinn atvinnulaus.
Mikilvægt er að hafa í huga að atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar afturvirkt. Því er mikilvægt að sækja um atvinnuleysisbætur í síðasta lagi þann dag sem þú verður atvinnulaus, t.d. þegar uppsagnarfresti lýkur.
Hvar á að sækja um atvinnuleysisbætur?
Þú sækir um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður á vef Vinnumálastofnunar. Til að komast í umsóknarferlið smellir þú á mínar síður og síðan velur þú Atvinnuleitandi. Þú getur einnig smellt hér til að komast á mínar síður.
Til að sækja um atvinnuleysisbætur Þarftu að vera með Íslykill eða rafræn skilríki
Athugaðu að þú þarft að vera með íslykil eða rafræn skilríki til að sækja um atvinnuleysisbætur. Ef þú ert ekki með slíkt geturðu sótt um Íslykil inni á www.island.is Bæði er hægt að fá íslykilinn í bréfpósti á lögheimili og í heimabanka. Hafa skaltu í huga að það getur tekið 4-6 daga í bréfpósti. Ef þú sækir um rafræn skilríki, ferðu inn á www.skilriki.is
Þegar þú hefur hefur fengið íslykil eða rafræn skilríki ferðu á forsíðu heimasíðu Vinnumálastofnunar og smellir á "mínar síður" og skráir þig inn með íslykli/rafrænum skilríkjum. Efst á síðunni er flipi sem stendur "umsóknir" undir honum er hægt að velja umsókn um atvinnu. Þeir sem eru að sækja um atvinnuleysisbætur velja umsókn um atvinnu- og atvinnuleysisbætur.
Hvað eru Mínar síður?
Mínar síður er þitt svæði og þar getur þú m.a.:
- Sótt um atvinnu
- Sótt um atvinnuleysisbætur
- Sent inn gögn sem tengjast umsókn þinni
- Fylgst með ferli umsóknar þinnar
- Breytt umsókn þinni
- Skoðað greiðsluseðla
- Uppfært upplýsingar
- Sent inn upplýsingar um tekjur
- Skráð orlof
Hvaða gögnum þarf að skila?
Eftir að umsókn um atvinnuleysisbætur hefur verið send inn rafrænt í gegnum mínar síður þarf að skila nauðsynlegum gögnum til Vinnumálastofnunar. Skila skal öllum gögnum rafrænt í gegnum mínar síður með aðgerðinni "Skila gögnum".