Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk
Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa íþróttafólks hjá íþróttafélagi innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a.:
- að útlendingur hafi gert ráðningarsamning við íþróttafélag um að stunda eða þjálfa tiltekna íþrótt hjá félaginu. Á ráðningarsamningi skal tilgreina launakjör starfsmanns, í hvaða lífeyrissjóð skuli greiða vegna starfa hans ásamt upplýsingum um ráðningartímabil. Njóti útlendingur annarra hlunninda en launagreiðslna skal tilgreina það enn fremur.
- að íþróttafélagið greiði heimflutning útlendings að starfstíma loknum í ákveðnum tilfellum.
Umsókn skal skilað til Útlendingastofnunar, Dalvegi 18, 201 Kópavogi eða viðeigandi skrifstofu sýslumannsembættanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Hafa samband
Þurfir þú frekari leiðbeiningar má hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið atvinnuleyfi@vmst.is eða á símatíma atvinnuleyfa. Yfirlit símatíma má finna hér.
Nauðsynleg gögn með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk:
1. Frumrit af umsókn um tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk.
a. Bæði útlendingur og fulltrúi íþróttafélagsins þurfa að skrifa undir umsókn og ráðningarsamning.
b. Á umsókn skulu vera fullnægjandi upplýsingar um báða aðila, þ.á.m. heimilisfang útlendings, bæði hér á landi og í heimalandi. Tilgreina skal netfang beggja umsækjenda.
2. Ráðningarsamningur milli útlendings og íþróttafélagsins þar sem m.a. þarf að koma fram:
a. Upplýsingar um fyrirhugað starf útlendings hjá íþróttafélaginu.
b. Upplýsingar um fyrirhugaðan ráðningartíma. Í tilviki íþróttafólks er ráðningartími almennt komandi leiktíð eða keppnistímabil.
c. Upplýsingar um lífeyrissjóð sem greiða á til vegna starfa útlendings.
d. Launakjör útlendings og önnur fríðindi sem hann nýtur. Tilgreina skal launakjör fyrir skatt. Sjá nánar um launakjör hér að neðan.
e. Staðfesting á því að atvinnurekandi greiði heimflutning útlendings að starfstíma loknum ef um er að ræða ráðningarslit sem starfsmaður á ekki sök á eða ef útlendingur verður óvinnufær um lengri tíma vegna veikinda eða slyss. Tiltaka skal til hvaða lands heimflutningur nær.
Vinsamlegast athugið að ekki er krafa um að notast sé við staðlað form ráðningarsamnings
af vef Vinnumálastofnunar en gæta þarf að því að efnislegar kröfur til samnings eru þær sömu. Það er á ábyrgð umsækjenda að leggja fram þau gögn sem nauðsynleg eru með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi. Ef öll gögn eru ekki lögð fram með umsókninni leiðir það til þess að afgreiðsla tefst eða umsókninni verður synjað. Vinnumálastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum ef stofnunin telur þörf á.
Tímalengd atvinnuleyfis:
Atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk sem veitt er í fyrsta skipti er ekki veitt lengur en í eitt ár, en þó aldrei lengur en sem nemur ráðningartímanum samkvæmt ráðningarsamningi. Almennt eru atvinnuleyfi leikmanna veitt til yfirstandandi leiktíðar. Atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk er hægt að framlengja til allt að tveggja ára. Með umsókn um framlengingu á tímabundnu atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk þarf að skila inn sömu gögnum og með nýrri umsókn.
Við afgreiðslu umsóknar getur stofnunin kannað hvernig staðið hefur verið að uppgjöri launa og staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna annarra atvinnuleyfishafa sem hafa starfað hjá félaginu.
Launakjör:
Á ráðningarsamningi skal tilgreina launakjör leikmanns, í íslenskum krónum en samhliða því má tilgreina áætlaða samsvarandi fjárhæð í öðrum gjaldmiðli.
Tilgreina verður launafjárhæð fyrir skatt enda fylgir Vinnumálastofnun því eftir að laun og launatengd gjöld hafi verið greidd í samræmi við framlagðan ráðningarsamning.
Mánaðarlaun á ráðningarsamningi skulu að lágmarki nema viðmiði um lágmarksframfærslu. Útlendingastofnunar um lágmarksfjárhæð framfærslu einstaklinga.
Greiðslur hlunninda og dagpeninga eru heimilar en óheimilt er að reikna hlunnindi eða fríðindi til launa til að mæta ákvæðum um lágmarksframfærslu. Upplýsingar um lágmarksframfærslu má nálgast á vef Útlendingastofnunar og er sú fjárhæð uppfærð árlega.
Óheimilt er með öllu að greiða laun í formi verktakagreiðslna enda felst í því brot á ákvæðum laga um atvinnuréttindi útlendinga. Verði félag uppvíst að slíku broti kann það að hafa áhrif á núgildandi og síðar til komnar umsóknir um atvinnuleyfi
Til hvaða starfa tekur atvinnuleyfið til?
Atvinnuleyfið gildir eingöngu til starfa hjá því íþróttafélagi sem leyfið er útgefið vegna og til þeirra verkefna sem tilgreind eru í ráðningarsamningi og standa í eðlilegu og beinu samhengi við það starf sem leyfi er veitt vegna. Má þar nefna iðkun, þjálfun og keppni í íþróttum. Íþróttafélag má hins vegar ekki hlutast til um að starfsmaður taki að sér önnur ótengd störf né má félag lána starfsmann til starfa hjá ótengdum aðilum, svo sem öðrum íþróttafélögum eða til starfa hjá styrktaraðilum íþróttafélags.
Umsókn um framlengingu atvinnuleyfis:
Með umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk þurfa öll sömu skilyrði að vera uppfyllt og þegar leyfið var veitt í fyrsta sinn. Vísast því til þeirra skilyrða sem tiltekin eru að ofan. Enn fremur þarf íþróttafélagið að hafa staðið skil á staðgreiðslu skatta sem og tryggingagjaldi lögum samkvæmt vegna starfa útlendingsins og annarra atvinnuleyfishafa sem hjá félaginu starfa.
Útlendingi er almennt heimilt að starfa meðan að umsókn um framlengingu leyfis hjá sama íþróttafélagi er í vinnslu. Það er þó skilyrði að umsókn um framlengingu sé lögð inn til Útlendingastofnunar að lágmarki fjórum vikum áður en að fyrra leyfi rennur út.
Útlendingur fer á láni til annars íþróttafélags:
Atvinnuleyfi er bundið þeim atvinnurekanda sem það er gefið út vegna og flytjast leyfi ekki á milli atvinnurekenda. Fari leikmaður til starfa hjá nýjum atvinnurekanda þá þarf bæði að sækja um nýtt atvinnuleyfi fyrir leikmann og launagreiðslur þurfa enn fremur að fara fram hjá hinum nýja atvinnurekanda.
Hvenær má leikmaður hefja störf:
Útlendingur má ekki hefja störf hjá íþróttafélagi fyrr en að atvinnuleyfi hefur verið veitt.
Nauðsynleg gögn með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk:
a. Bæði útlendingur og fulltrúi íþróttafélagsins þurfa að skrifa undir umsókn og ráðningarsamning.
b. Á umsókn skulu vera fullnægjandi upplýsingar um báða aðila, þ.á.m. heimilisfang útlendings, bæði hér á landi og í heimalandi. Tilgreina skal netfang beggja umsækjenda.
2. Ráðningarsamningur milli útlendings og íþróttafélagsins þar sem m.a. þarf að koma fram:
a. Upplýsingar um fyrirhugað starf útlendings hjá íþróttafélaginu.
b. Upplýsingar um fyrirhugaðan ráðningartíma. Í tilviki íþróttafólks er ráðningartími almennt komandi leiktíð eða keppnistímabil.
c. Upplýsingar um lífeyrissjóð sem greiða á til vegna starfa útlendings.
d. Launakjör útlendings og önnur fríðindi sem hann nýtur. Tilgreina skal launakjör fyrir skatt. Sjá nánar um launakjör hér að neðan.
e. Staðfesting á því að atvinnurekandi greiði heimflutning útlendings að starfstíma loknum ef um er að ræða ráðningarslit sem starfsmaður á ekki sök á eða ef útlendingur verður óvinnufær um lengri tíma vegna veikinda eða slyss. Tiltaka skal til hvaða lands heimflutningur nær.
3. Vinsamlegast athugið að ekki er krafa um að notast sé við staðlað form ráðningarsamnings af vef Vinnumálastofnunar en gæta þarf að því að efnislegar kröfur til samnings eru þær sömu.
Það er á ábyrgð umsækjenda að leggja fram þau gögn sem nauðsynleg eru með umsókn um tímabundið atvinnuleyfi. Ef öll gögn eru ekki lögð fram með umsókninni leiðir það til þess að afgreiðsla tefst eða umsókninni verður synjað. Vinnumálastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum ef stofnunin telur þörf á.