Kemur úr vinnu - atvinnuleysistrygging frá öðru aðildarríki – U1

Ef þú ætlar í atvinnuleit á Íslandi og að sækja um atvinnuleysisbætur,  þá getur þú fengið vottað að þú hafir verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki með U1 vottorði og aukið þannig rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi. Skilyrði er að þú hafir verið launamaður eða sjálfstætt starfandi og greitt hafi verið gjald af launum þínum.

Til þess að Vinnumálastofnun geti reiknað með tryggingar- og starfstímabilum í öðru EES-ríki, verður þú að hafa tímabilin staðfest með U1vottorði. Þú getur sótt um vottorðið hjá Vinnumálastofnun eða Atvinnuleysistryggingasjóði þess ríkis sem þú starfaðir í , en mundu eftir því að þú hefur fyrst not fyrir vottorðið ef þú verður atvinnulaus, eftir að þú hefur verið í starfi og einungis ef þú óskar eftir þvi að dvelja áfram á Íslandi.

Kemur úr námi - atvinnuleysisbætur frá öðru aðildarríki – U2

Ef þú ert námsmaður sem er að koma til Íslands úr námi erlendis, ert atvinnulaus og með rétt til atvinnuleysisbóta í viðkomandi landi innan EES-ríkis. Þá getur þú sótt um að taka með þér U2 vottorð sem veitir þér rétt til þess að halda atvinnuleysisbótum þínum í allt að þrjá mánuði, á meðan þú ert að leita þér að vinnu á Íslandi.

Sjá nánar Atvinnuleysisbætur úr erlendum tryggingakerfum.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu