Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld í bú vinnuveitanda sem hefur staðfestu og rekur starfsemi hér á landi.
Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að kröfurnar hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur skv. lögum um gjaldþrotaskipti.
Ábyrgðasjóður launa er starfræktur skv. lögum nr. 88/2003. Ábyrgðasjóðurinn lýtur þriggja manna stjórn sem skipuð er af ráðherra til fjögurra ára í senn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins. Vinnumálastofnun annast daglega umsýslu fyrir sjóðinn. Ársreikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.
Stjórn Ábyrgðasjóðs launa
Aðalmenn
- Lúðvík Örn Steinarsson, án tilnefningar, formaður
- Karen Ósk Nielsen, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
- Álfheiður Mjöll Sívertsen, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Varamenn
- Jóhannes Tómasson, án tilnefningar, varaformaður
- Halldór Oddsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
- Guðmundur Heiðar Guðmundsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Stjórnin er skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 10. október 2024 til 10. október 2028.