Gátlistar fyrir kröfuhafa
Gátlistar fyrir launakröfur, lífeyriskröfur, orlof vegna greiðsluerfiðleika og umsagnir skiptastjóra.
Gátlisti fyrir launakröfur
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um greiðslu launakrafna úr Ábyrgðasjóði launa, eftir því sem við getur átt:
- Kröfulýsing
- Launaseðlar
- Ráðningarsamningur
- Innheimtubréf
- Árituð stefna
- Endurrit dóms
- Aðfararbeiðni
- Uppboðsbeiðni
- Gjaldþrotaskiptabeiðni
- Eignahluti kröfuhafa í hinu gjaldþrota félagi
Ef um er að ræða umsókn um greiðslu úr sjóðnum án undangengis gjaldþrots verða einnig að fylgja með gögn um innheimtuaðgerðir, árangurslausar boðanir sýslumanns, lögregluboðanir o.s.frv.
Gátlisti fyrir lífeyrissjóðskröfur
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um greiðslu lífeyrissjóðskrafna úr Ábyrgðasjóði launa, eftir því sem við getur átt:
- Kröfulýsing
- Skilagreinar
- Launaseðlar
- Innheimtubréf
- Árituð stefna
- Endurrit dóms
- Aðfararbeiðni
- Uppboðsbeiðni
- Gjaldþrotaskiptabeiðni
Gátlisti fyrir orlof vegna greiðsluerfiðleika
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um greiðslu orlofs vegna greiðsluerfiðleika úr Ábyrgðasjóði launa:
- Orlofslaunakrafa
- Launaseðlar
Gátlisti fyrir umsögn skiptastjóra
- Úrskurðardagur gjaldþrots
- Frestdagur
- Lok kröfulýsingarfrests
- Kröfuskrá
- Hvort og að hverju marki viðurkenndur hafi verið forgangsréttur kröfunnar í búið, sundurliðun í höfuðstól, kostnað og vexti vegna hverrar kröfu
- Hvort ákvæði 10.gr. l. 88/2003 um undanþágur eigi við um kröfur
- Nafn skiptabeiðanda
- Upplýsingar um eignastöðu búsins
- Undirskrift skiptastjóra