Kröfulýsing og eyðublöð

Þegar kröfu er lýst vegna vangoldinna launa, bóta vegna launamissis í uppsagnarfresti eða orlofslauna vegna greiðsluerfiðleika skal lýsa kröfu um heildarlaun án frádráttar opinberra gjalda.  Ábyrgðasjóður launa gerir skil á staðgreiðslu til skattyfirvalda.

Smelltu hér til að fá yfirlit eyðublöð um launakröfur og kærumál.


Kröfulýsing launamanns

Eyðublað fyrir kröfulýsingu launamanns er hægt að nálgast hér (pdf skjal, excel skjal).  Á eyðublaðinu er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 

-Nafn, kennitala, heimilisfang og bankareikningsnúmer kröfuhafa

-Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda

-Dagsetning gjaldþrotaúrskurðar og frestdags

-Hvaða starfi kröfuhafi gegndi, upphaf og lok starfstíma, launakjör og  upplýsingar um á hvaða samningum þau voru byggð

-Upplýsingar um hvernig krafa er gerð og fyrir hvaða tímabil hver krafa nær

-Sundurliðun kröfu í höfuðstól, kostnað og vexti

-Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa.

Kröfulýsing vegna lífeyrissjóðsiðgjalda

Þegar lýst er kröfu vegna lífeyrissjóðsiðgjalda er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 

-Nafn og kennitala hvers launamanns sem krafan er fyrir

-Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda

-Dagsetning gjaldþrotaúrskurðar og frestdags

-Sundurliðun kröfu fyrir hvern launamann skipt niður í iðgjaldatímabil

-Sundurliðun kröfu í höfuðstól, áfallins kostnaðar og vexti

-Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa

Kröfulýsing fyrir orlof vegna greiðsluerfiðleika

Launamenn sjálfir eða stéttarfélög í umboði þeirra geta sótt um greiðslu orlofslauna á þar til gerðu eyðublaði. Smelltu hér til að nálgast eyðublaðið.  Á eyðublaðinu er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram auk fylgigagna:

 

-Nafn, kennitala, heimilisfang og bankareikningsnúmer kröfuhafa

-Nafn, kennitala og heimilisfang vinnuveitanda

-Upphæð kröfunnar og til hvaða tímabils hún nær

-Hvaða starfi launamaður gegnir eða gegndi hjá vinnuveitanda

-Yfirlýsing þess efnis að undanþágur frá ábyrgð Ábyrgðasjóðs launa eigi ekki  við viðkomandi kröfuhafa.


Afgreiðsla mála

Við gjaldþrotaúrskurð er skipaður skiptastjóri í þrotabú vinnuveitenda. Krafa á hendur Ábyrgðasjóði launa er aðeins tekin gild berist hún sjóðnum innan sex mánaða frá birtingu innköllunar í Lögbirtingablaðinu þar sem skiptastjóri hefur ákvarðað kröfulýsingarfrest. Heimilt er þó að taka til greina kröfu sem berst innan 12 mánaða ef sýnt er að ekki hafi verið hægt að gera hana fyrr.

 

Að afstöðnum skiptafundi sendir skiptastjóri Ábyrgðasjóði launa umsögn yfir þær kröfur sem samþykktar hafa verið sem forgangskröfur í þrotabúið. Venjulega líða um 3-4 mánuðir frá gjaldþrotaúrskurði þar til umsögn skiptastjóra berst sjóðnum. Að því loknu tekur sjóðurinn að öllu jöfnu afstöðu til krafnanna innan fjögurra vikna. Ef ekki er hægt að taka afstöðu innan frestsins er kröfuhafa það tilkynnt og gefinn kostur á að leggja fram frekari gögn og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Kröfur sem sjóðurinn greiðir bera vexti, sbr. lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Vextirnir reiknast frá gjalddaga krafnanna til þess dags sem þær eru greiddar.

 Ábyrgðasjóði launa ber skylda til að reikna staðgreiðslu skatta af launakröfum og kröfum um bætur vegna launamissis í uppsagnarfresti og skila til innheimtumanns í samræmi við lög um staðgreiðslu opinberra gjalda.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni