Umsóknarfrestur vegna styrks til starfsfólks sem verið hefur á hlutabótum rennur út 30. júní

Vinnumálastofnun vekur athygli á því að frestur fyrirtækja til að sækja um styrk vegna ráðningar í aukið starfshlutfall rennur út 30. júní n.k. Ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir þann dag. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna með því að smella á eftirfarandi hlekk: Upplýsingar um styrk til fyrirtækja með starfsmann á hlutabótum. 

Lesa meira

Eingreiðsla til langtíma atvinnulausra greidd út í dag

Vinnumálastofnun greiðir út í dag eingreiðslu til atvinnuleitanda sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í 14 mánuði eða lengur 1. maí 2021. Upphæðin getur numið allt að 100.000 kr. en tekinn er tekjuskattur af styrknum.

Lesa meira

Almennt atvinnuleysi í maí lækkar í 9,1% úr 10,4% í apríl

Almennt atvinnuleysi var 9,1% í maí og minnkaði úr 10,4% í apríl. Atvinnuleysi var 11,0% í mars, 11,4% í febrúar og 11,6% í janúar.

Lesa meira

Tilkynning til atvinnurekenda sem eru með starfsmenn á hlutabótum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk fyrir fyrirtæki með starfsmenn sem fengu greiddar hlutabætur fyrir apríl og maí 2021. Umsóknarfrestur er til og með 30. Júní 2021.

Lesa meira

Hópuppsagnir í maí

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí.

Lesa meira

Almannatryggingar á Norðurlöndunum - áskoranir eftir Covid 19

Norræna almannatryggingamótið verður haldið dagana 26. – 27. maí undir yfirskriftinni Almannatryggingar á Norðurlöndunum – áskoranir eftir Covid 19.

Lesa meira

Vegna úrskurða úrskurðarnefndar velferðarmála í málum nr. 431/2020 og 624/2020

Vegna ákvarðana úrskurðarnefndar velferðarmála í málum nr. 431/2020 og 624/2020 hefur Vinnumálastofnun þurft að taka til endurskoðunar samspil reiknireglu laga nr. 24/2020 og skilyrða sömu laga fyrir greiðslum.  Niðurstaðan er sú að greiðsla getur numið að hámarki þeim fjölda daga er einstaklingur sætti sóttkví. Réttur til greiðslu nær ekki yfir þá daga sem starfsmaður gat sinnt starfi sínu á meðan hann var í sóttkví. 

Lesa meira

Almennt atvinnuleysi var 10,4% í apríl

Almennt atvinnuleysi var 10,4% í apríl og minnkaði úr 11,0% í mars. Atvinnuleysið var 11,4% í febrúar, 11,6% í janúar og 10,7% í desember.

Lesa meira

Sumarstörf námsmanna 2021

Opnað verður fyrir umsóknir í sumarstörf námsmanna þriðjudaginn 11. maí á vef Vinnumálastofnunar.
Skilyrði fyrir þátttöku eru að námsmenn séu 18  ára á árinu eða eldri og þurfa að hafa verið í námi að vori 2021 eða séu að fara í nám n.k. haust.

Lesa meira

Hópuppsagnir í apríl

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi.  Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021.

Lesa meira

Sumarstörf námsmanna 2021

Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Stefnt er að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars

Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysið var 11,6% í janúar, 10,7% í desember og 10,6% í nóvember.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 132 fréttir af 230

Sýna fleiri fréttir