Vegna úrskurða úrskurðarnefndar velferðarmála í málum nr. 431/2020 og 624/2020
Vegna ákvarðana úrskurðarnefndar velferðarmála í málum nr. 431/2020 og 624/2020 hefur Vinnumálastofnun þurft að taka til endurskoðunar samspil reiknireglu laga nr. 24/2020 og skilyrða sömu laga fyrir greiðslum. Niðurstaðan er sú að greiðsla getur numið að hámarki þeim fjölda daga er einstaklingur sætti sóttkví. Réttur til greiðslu nær ekki yfir þá daga sem starfsmaður gat sinnt starfi sínu á meðan hann var í sóttkví.
Með þessu fyrirkomulagi koma aðeins þeir dagar er starfsmaður var við störf á meðan hann sætti sóttkví til frádráttar við ákvörðun réttinda umsækjanda en ekki horft til vinnuskyldu starfsmanns á sama tímabili, þ.e. hvort starfsmaður hafi átt að vera við störf eða ekki.
Atvinnurekendur, sjálfstætt starfandi einstaklingar og launþegar kunna að eiga rétt á endurskoðun á máli sínu ef starfsmaður gat ekki unnið að hluta meðan hann sætti sóttkví.
Stofnunin hefur nú þegar hafið úrvinnslu fyrirliggjandi umsókna eftir breyttu verklagi. Stofnunin hefur einnig haft samband með tölvupósti við alla þá er kunna að eiga rétt til endurumfjöllunar á grundvelli fyrrgreindra úrskurða. Þá er hefur stofnunin lokið úrbótum á tölvukerfi svo unnt sé að tryggja skjóta afgreiðslu mála.
Þeir umsækjendur sem þegar hafa fengið greitt frá stofnuninni, þ.e. atvinnurekendur, launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta óskað eftir endurupptöku í gegnum mínar síður inn á vmst.is. Það er gert með því að fylla út rafræna beiðni um endurumfjöllun á greiðslum vegna launa í sóttkví. Hér má finna leiðbeiningar hvernig unnt er að fylla út rafræna beiðni um endurumfjöllun fyrir atvinnurekendur og hins vegar launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Frestur til að óska eftir endurupptöku er til og með 16. ágúst 2021.
Allar fyrirspurnir vegna nýrrar framkvæmdar skal beina til Vinnumálstofnunar á netfangið sottkvi@vmst.is.