Sumarstörf námsmanna 2021

Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Stefnt er að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. 

Vinnumálastofnun stýrir átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, sveitarfélög og félagasamtök. Hverjum námsmanni sem ráðinn er í gegnum þetta úrræði fylgi styrkur sem nemur að hámarki 472 þúsund krónur auk framlags í lífeyrissjóð. Ráðningartími er tveir og hálfur mánuður. Unnið er nú að undirbúningi átaksins og verða nánari upplýsingar veittar síðar.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni