Opnað fyrir stafrænar umsóknir um fæðingarorlof
Opnað hefur verið fyrir nýja stafræna umsókn um fæðingarorlof og geta verðandi foreldrar sem eru í launuðu starfi sótt um fæðingarorlof á einfaldan, stafrænan og notendavænan hátt.
Opnað hefur verið fyrir nýja stafræna umsókn um fæðingarorlof og geta verðandi foreldrar sem eru í launuðu starfi sótt um fæðingarorlof á einfaldan, stafrænan og notendavænan hátt.
Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í maí.
Skráð atvinnuleysi var 4,5% í apríl og minnkaði úr 4,9% í mars. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 590 frá marsmánuði. Sjá nánar:
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum, 50 í sjávarútvegi þar sem gert er ráð fyrir endurráðningu í september og 42 í félagasamtökum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til ágúst 2022.
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur í málum nr. 521, 530, 534 og 616/2021 komist að þeirri niðurstöðu að orlof og orlofsuppbót skuli ekki koma til skerðingar á hlutabótum í þeim mánuði sem greiðsla orlofs var innt af hendi. Niðurstaðan hefur m.a. áhrif á greiðslur til þeirra einstaklinga sem fengu greitt uppsafnað orlof, orlofsuppbót eða desemberuppbót á meðan þeir voru á hlutabótum árin 2020 og 2021. Unnt er að kynna sér úrskurði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/
Skráð atvinnuleysi var 4,9% í mars og minnkaði úr 5,2% í febrúar. Að meðaltali fækkaði um 424 atvinnulausa frá febrúarmánuði. Sjá nánar:
Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í mars þar sem 34 starfsmönnum var sagt upp störfum í fræðslustarfsemi en þar er gert er ráð fyrir því að annar rekstraraðili taki við starfseminni og reksturinn muni því halda áfram með sama starfsmannafjölda.
Vinnumálastofnun verður lokuð föstudaginn 18.mars vegna starfsdags. Opnum aftur mánudaginn 21. mars kl. 09:00
Skráð atvinnuleysi var 5,2% í febrúar og var óbreytt frá janúar. Að meðaltali fækkaði um 74 atvinnulausa frá janúarmánuði.
Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi í samvinnu við félags- og vinnamarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel 15. mars kl. 14-16 undir yfirskriftinni Brotthvarf úr skólum - birtingarmynd ójafnra tækifæra? Viðburðinum verður einnig streymt á tengli sem birtist á síðum ráðuneytanna skömmu fyrir upphaf málþings. Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar.
Þú hefur skoðað 108 fréttir af 244