Opnar þjónustuleiðir Vinnumálastofnunar frá 3. janúar 2022
Frá og með 3. janúar verða tímabundið einungis rafrænar þjónustuleiðir Vinnumálastofnunar opnar. Þetta er gert til að reyna að tryggja þjónustuna og öryggi starfsmanna og þjónustuþega. Þjónustuþegar geta fengið úrlausn sinna erinda með því að:
Senda inn gögn og fleira gegnum Mínar síður.
Hægt er að ræða við snjallmennið Vinný allan sólarhringinn.
Hringja í símver, sími 515 4800. Símverið er opið mánudag-fimmtudaga frá kl. 09:00-15:00 og föstudaga frá klukkan 09.00-13.00.
Senda fyrirspurnir með tölvupósti á postur@vmst.is. Athugið að ef verið er að senda gögn í tengslum við umsóknir um atvinnuleysisbætur skal skila þeim í gegnum Mínar síður en ekki með tölvupósti. Einnig er vakin athygli á því að snjallmennið Vinný getur svarað öllum spurningum almenns eðlis.
Til að flýta fyrir afgreiðslu hvetjum við alla til að nýta sér Vinný og senda inn gögn á Mínar síður, þannig að símtöl og tölvupóstar séu eingöngu notuð í tilvikum þar sem ekki fæst úrlausn með því að nota Vinný og mínar síður.
Þjónustuskrifstofur eru lokaðar þar til aðstæður leyfa.
Allar nauðsynlegar upplýsingar er hægt að finna á vef Vinnumálastofnunar.