Úthlutun úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun
Framkvæmdanefnd NET hefur nú úthlutað styrkjum úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun sem auglýst var í október. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til kennslu hagnýts og starfstengds náms. Sjóðurinn var settur á laggirnar í tengslum við átak stjórnvalda til að mæta neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins með það að markmiði að gera atvinnuleitendum kleift, einkum þeir sem hafa verið 12 mánuði eða lengur hjá Vinnumálastofnun að styrkja stöðu sína á íslenskum vinnumarkaði. Augýst var eftir umsóknum um kennslu hagnýts og starfstengds náms
Alls bárust 9 umsóknir frá 7 aðilum. Samþykktar voru umsóknir Mímis símenntunar (með tvær umsóknir), Starfstækifærið ehf. og Reykjavíkurborg velferðarsvið, Þjónustumiðstöð Breiðholts (með tvær umsóknir) með fyrirvara um að þessum aðilum takist að fá tilskilin fjölda þátttakenda í umrætt nám. Aðrir umsækjendur uppfylltu ekki kröfulýsingu.
Vinnumálastofnun mun aðstoða þessa aðila að kynna þetta nám fyrir þeim atvinnuleitendum sem hafa verið án atvinnu 12 mánuði eða lengur.