Íslandspóstur ohf.

Bílstjóri

Pósturinn óskar eftir bílstjóra í fullt starf á Húsavík.

Starfið felur í sér akstur á Vopnafjörð, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker ásamt því að sinna tilfallandi verkefnum.

Vinnutíminn er frá kl. 07:30 til 15:30, alla virka daga.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 12. ágúst 2024 eða eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur

-Bílpróf

-Reynsla af langakstri í krefjandi aðstæðum er kostur

-Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni

-Íslensku- eða enskukunnátta er kostur

-Grunn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Traustason, rekstrarstjóri, í tölvupósti - runart@postur.is.

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.

Umsóknarfrestur

09.08.2024

Starf nr.: 240724-01

Skráð á vefinn: 24.07.2024

Stöðugildi: 1

Starfshlutfall: 100%

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni