Listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið
Um birtingu á lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið.
Um birtingu á lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið.
Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 11.maí síðastliðinn og fengu 36 verkefni styrki samtals að fjárhæð 37.180.000 kr. Formleg athöfn var ekki að þessu sinni í tengslum við úthlutun styrkjanna vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Ef þú ert á atvinnuleysisbótum samhliða minnkuðu starfshlutfalli í maí þarftu að staðfesta það inni á mínum síðum milli 20. - 25. maí.
Vinnumálastofnun stýrir átakinu varðandi sumarstörf námsmanna sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög. Sveitarfélögin auglýsa þessi störf á sínum heimasíðum en störf hjá hinu opinbera verða auglýst og opnað fyrir umsóknir þann 26. maí nk. á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Ráðningartímabil eru tveir mánuðir. Þessi störf eru ætluð námsmönnum sem eru á milli anna og eru 18 ára á árinu og eldri.
Atvinnuleysi jókst mjög mikið í aprílmánuði þegar flestir þeirra sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall í kjölfar covid faraldursins, eða 33.637 manns alls, komu af fullum þunga inn í atvinnuleysistölur. Heildaratvinnuleysi fór í 17,8% samanlagt, þ.e. 7,5% atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna minnkaða starfshlutfallsins. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst úr 5,7% í 7,5% og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5% í 10,3%.
Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að hún telur sig hvorki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall.
Alls bárust 57 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í apríl þar sem 4.654 starfsmönnum var sagt upp störfum. Bætist það ofan á hópuppsagnir marsmánaðar þar sem 29 fyrirtæki sögðu upp 1.207 manns.
Hægt verður að sækja um greiðslu vegna sóttkví þann 5. maí n.k. Tekið verður við umsóknum rafrænt á vef Vinnumálastofnunar. Til að sækja um greiðslur þurfa umsækjendur að verða sér úti um Íslykil eða rafræn skilríki. Á það bæði við um atvinnurekendur og einstaklinga. Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar varðandi umsóknarferlið.
Aldrei hafa verið fleiri í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, en rúmlega 50.000 einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysistryggingar að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um þessar mundir. Þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma og leggur starfsfólk Vinnumálastofnunar allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli.
Atvinnuleysi í mars mælist 9,2% og hefur staðan á vinnumarkaði gjörbreyst frá lok febrúarmánaðar vegna þeirra takmarkana sem settar voru á með samkomubanni fólks vegna Covid-19 heimsfaraldurs. Fyrirtæki tengd flugsamgöngum og ferðaþjónustu hafa hvað mest fundið fyrir þeim afleiðingum þar sem komur erlendra ferðamanna hafa nánast lagst af og sama er að segja um ferðalög Íslendinga innanlands sem utan.
Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma eftirfarandi á framfæri:
Alls bárust 29 tilkynningar um hópuppsagnir Vinnumálastofnun í mars þar sem 1.207 starfsmönnum var sagt upp störfum, 547 í ferðaþjónustu, 175 í flutningum, 174 í félögum þar af 164 tengdum ferðaþjónustu, 151 í verslun, 72 í þjónustu tengdri ferðaþjónustu, 55 í mannvirkjagerð og 33 í iðnaði langflestum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu maí til júlí.
Þú hefur skoðað 36 fréttir af 45