Yfirlýsing Vinnumálastofnunar

Að gefnu tilefni telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að hún telur sig hvorki hafa heimild til að afhenda né birta lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa samkomulag við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall.

Þessi afstaða stofnunarinnar byggir á lögum um persónuvernd því það liggur fyrir að ef birtur er listi fyrirtækjanna þá er auðveld leið að finna út nöfn þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli.  Það er óumdeilt, að rík skylda hvílir á stofnuninni að gæta þess að engin leið sé að nálgast upplýsingar um það, hvaða einstaklingar fái greiðslur frá henni, hvort sem um er að ræða atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof, greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa osfrv.

Um greiðslur til einstaklinga í minnkuðu starfshlutfalli gilda sömu lög og reglur.

Til að taka af allan vafa mun Vinnumálastofnun leita álits Persónuverndar hið fyrsta og óska eftir flýtimeðferð á erindi sínu.

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni