Greiðslur í sóttkví
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví. Lögin taka til greiðslna til atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði sem greitt hafa launamönnum sem sæta sóttkví laun á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til og með 31. desember 2022.
Úrræðið tók einnig til launamanna sem sættu sóttkví á fyrrgreindu tímabili en fengu ekki greidd laun frá atvinnurekanda sínum fyrir þann tíma. Auk þess gátu sjálfstætt starfandi einstaklinga sótt um greiðslur. Lokað var fyrir umsóknir um greiðslur frá og með 1. apríl 2023.
Umsókn um greiðslur í sóttkví
Ekki er lengur hægt að sækja um greiðslur í sóttkví en stofnunin vinnur nú að því að ljúka afgreiðslu á þeim umsóknum sem bárust fyrir 1. apríl 2023. Upplýsingar um stöðu umsókna má enn nálgast á mínum síðum atvinnuleitanda og í gegnum mínar síður atvinnurekenda.
Enn um sinn verður hægt að staðfesta umsóknir vegna greiðslna í sóttkví á mínum síðum umsækjenda.
Fyrirspurnum vegna greiðslna í sóttkví má beina á netfangið sottkvi@vmst.is
Spurt og svarað vegna greiðslna í sóttkví
Vantar þig svör við spurningum í tengslum við greiðslur í sóttkví.
Smelltu þá hér. Við höfum safnað saman spurningum og svörum sem gæti komið þér að góðum notum.
Fyrirspurnir vegna umsókna má senda á sottkvi@vmst.is
Hér að neðan má finna leiðbeiningar hvernig unnt er að fylla út rafræna beiðni um endurumfjöllun fyrir atvinnurekendur og hins vegar launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga.