Upplýsingar vegna COVID - 19
Upplýsingar vegna COVID-19
Ríkisstjórn Íslands hefur hrundið af stað ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins/COVID-19 bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um aðgerðir og úrræði ríkisstjórnarinnar sem viðkemur Vinnumálastofnun.
Þetta á við um:
- Greiðslur atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli/hlutabótaleið vegna samdráttar í starfsemi atvinnurekanda.
- Greiðslur í sóttkví sem styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við.
- Greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna.