Endurgreiðslur til íþróttafélaga

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga nr. 155/2020 um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs. Markmið laganna er að stuðla að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim hefur verið gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili vegna opinberra sóttvarnaráðstafana. Með þessu er stefnt að því að sem minnstar raskanir verði á íþróttastarfi til lengri tíma litið vegna faraldursins. 

Lögin taka til greiðslna vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna hjá íþróttafélögum og öðrum samböndum sem starfa innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófu starfsemi fyrir 1. október 2020 og þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnarráðstafana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021. Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 31. mars 2022. Eftir þá dagsetningu fellur réttur til greiðslu niður. 


Skilyrði fyrir greiðslum:

Skilyrði fyrir greiðslum eru m.a. að launamaður eða verktaki hafi ekki getað sinnt starfi sínu með hefðbundnum hætti fyrir íþróttafélag á því tímabili sem félaginu hafi verið gert að fella niður starfsemi. Að önnur atvik hafi ekki staðið í vegi fyrir því að launamaður eða verktaki hafi getað sinnt starfi sínu og að íþróttafélagið hafi sannanlega greitt launamanni laun eða verktakagreiðslur á því tímabili sem félaginu hafi verið gert að fella niður starfsemi. 

Greiðsla er jafnhá og launakostnaður eða verktakagreiðslur voru á því tímabili sem starfsemi var felld niður. Greiðsla getur þó aldrei orðið hærri en 400.000 kr. á mánuði fyrir hvern launamann eða verktaka miðað við heilan almanaksmánuð, en hlutfallslega lægri fyrir styttra tímabil. 

Umsókn um endurgreiðslur:

Íþróttafélög sækja um endurgreiðslur í gegnum Mínar síður atvinnurekenda. Íþróttafélög sem ætla sér að sækja um greiðslur þurfa  verða sér úti um Íslykil eða rafræn skilríki fyrir íþróttafélagið. Það mun auðvelda og tryggja öryggi við skil á þeim upplýsingum sem félögin munu þurfa að senda Vinnumálastofnun. Hér má nálgast upplýsingar um Íslykil, sjá https://vefur.island.is/islykill/, eða rafræn skilríki, sjá https://www.skilriki.is/. 

Umsókn getur tekið til allra liðinna tímabila innan gildistíma úrræðisins og hægt er að sækja um endurgreiðslur vegna allra starfsmanna í sömu umsókn, bæði launþega og verktaka, kjósi félag að gera  það. Þau fylgigögn sem fylgja skulu vegna starfsmanna eru eftirfarandi:  

  • Launaseðlar launþega fyrir þá mánuði sem sótt er um fyrir.  
  • Afrit af reikningum frá verktaka vegna tímabils sem sótt er um fyrir. 
  • Staðfestingu á greiðslum viðkomandi reikninga.  
  • Félag getur einnig látið fylgja með önnur fylgiskjöl sem það telur nauðsynleg vegna umsóknar. 

Einnig er hægt að skila viðbótarskjölum eftir að umsókn hefur verið send inn.  

 Eftir að umsókn hefur verið send inn er hægt að fylgjast með umsókn á Mínum síðum atvinnurekenda á vef stofnunarinnar. 

skýringarmynd um umsókn


Vantar þig svör við spurningum í tengslum við endurgreiðslur til íþróttafélaga?

Spurningar og svör í tengslum við endurgreiðslur til íþróttafélaga

Ertu með fyrirspurnir í tengslum við endurgreiðslur til íþróttafélaga?

sendu fyrirspurn á netfangið: ithrottir@vmst.is

Tímalína 

Fyrir neðan má sjá einfaldaða tímalínu fyrir tímabil þar sem íþróttafélögum var gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili vegna sóttvarnaráðstafana.

Tímalínan er birt með fyrirvara um breytingar og vakin er athygli á að ef misræmi er á birtum reglugerðum og tímalínunni gildir hlutaðeigandi reglugerð.

Hægt er að stækka myndina með  því að hægri smella á hana og opna í nýjum flipa. 

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni