Skráð atvinnuleysi var 3,7% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl mældist 3,7% og voru að jafnaði 6.803 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í apríl.
Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum um 841 á atvinnuleysisskrá frá mars eða um 0,5 prósentustig.

Lesa meira

Leiðrétting vegna fréttar um WOW air

Í fréttum í síðustu viku var haft eftir öðrum skiptastjóra WOW air að greiðslur á launakröfum fyrrum starfsfólks WOW sem Ábyrgðasjóður launa ábyrgist muni berast seinni part júlímánaðar.  Í ljósi þessa telur Vinnumálastofnun rétt að koma því á framfæri að umræddar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa munu í fyrsta lagi eiga sér stað með haustinu og jafnvel ekki fyrr en undir áramót. Um er að ræða eitt umfangsmesta þrotabú sem Ábyrgðasjóður launa hefur fengið til meðferðar og er því fyrirséð að það muni taka nokkurn tíma að afgreiða þær kröfur sem berast sem og að önnur þrotabú eru einnig til afgreiðslu hjá sjóðnum.

Lesa meira

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í mars

Skráð atvinnuleysi í mars mældist 3,2% og voru að jafnaði 5.962 einstaklingar á atvinnu­leysis­skrá í mánuð­inum. Að meðaltali fjölgaði atvinnu­lausum um 272 á atvinnuleysisskrá frá febrúar.

Lesa meira

Sameiginlegt eftirlit stofnana með hópbifreiðum á erlendum skráningarmerkjum og starfsmönnum

Tollstjóri, Samgöngustofa, Vinnumálastofnun, ríkisskattstjóri og Lögreglustjórinn á Austurlandi munu standa fyrir sameiginlegri eftirlitsaðgerð við komu farþegaferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðarhafnar 16. apríl nk.

Lesa meira

Hópuppsagnir í mars 2019

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars þar sem 473 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Lesa meira

Samstarfsverkefni VMST og BHM

Vinnumálastofnun og BHM eru með samstarfsverkefni sem miðar að því að  vekja athygli á nauðsyn þess að allir fái tækifæri til að taka þátt í atvinnulífinu og nýti hæfileika sína, menntun og styrk. Með  verkefninu vilja þau beina því til stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja hvort þau sumarstörf, eða tímabundnu verkefni sem falla til á þeirra vegum gætu ekki staðið þessum atvinnuleitendum til boða.

Lesa meira


Hópuppsagnir í febrúar

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar.

Lesa meira

Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan EES, EFTA eða Færeyjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun vekja athygli á því að leiðsögumönnum og hópstjórum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er almennt óheimilt að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Sé ætlunin að fá slíka einstaklinga til starfa hér á landi þarf að sækja um og fá útgefið tímabundið atvinnuleyfi sbr. lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0%

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá desembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á atvinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,4%.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni