Samstarfsverkefni VMST og BHM

Vinnumálastofnun og BHM eru með samstarfsverkefni sem miðar að því að  vekja athygli á nauðsyn þess að allir fái tækifæri til að taka þátt í atvinnulífinu og nýti hæfileika sína, menntun og styrk. Með  verkefninu vilja þau beina því til stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja hvort þau sumarstörf, eða tímabundnu verkefni sem falla til á þeirra vegum gætu ekki staðið þessum atvinnuleitendum til boða.

Lesa meira


Hópuppsagnir í febrúar

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar.

Lesa meira

Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan EES, EFTA eða Færeyjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun vekja athygli á því að leiðsögumönnum og hópstjórum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er almennt óheimilt að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Sé ætlunin að fá slíka einstaklinga til starfa hér á landi þarf að sækja um og fá útgefið tímabundið atvinnuleyfi sbr. lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0%

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá desembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á atvinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,4%.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk.  Óskert desemberuppbót er 104.955.- krónur. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2024 og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2024.

Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan atvinnuleysistryggingakerfisins reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu 2024 og fjölda mánaða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Uppbótin verður þó aldrei lægri en sem nemur 26.239 krónum.

Vinnumálastofnun greiðir desemberuppbót til atvinnuleitenda eigi síðar en 15. desember nk. Ef atvinnuleitandi var á atvinnuleysisskrá hluta af nóvember en afskráður fyrir 20. nóvember á hann rétt á uppbótinni svo lengi sem viðkomandi fékk greiddar atvinnuleysisbætur vegna nóvember eða tók út biðtíma.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni