Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan EES, EFTA eða Færeyjum

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun vekja athygli á því að leiðsögumönnum og hópstjórum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er almennt óheimilt að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Sé ætlunin að fá slíka einstaklinga til starfa hér á landi þarf að sækja um og fá útgefið tímabundið atvinnuleyfi sbr. lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Vinnumálastofnun vekur jafnframt athygli á því að einstaklingum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er bannað að starfa hér sem sjálfstæðir verktakar skv. 6. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.

Hefji útlendingur störf áður en atvinnuleyfi er veitt skv. framangreindum lögum,  kann það að leiða til synjunar á umbeðnu leyfi sem og að slíkt athæfi getur varðar sektum eða fangelsi í allt að tvö ár fyrir hvort tveggja atvinnurekanda og þann útlending sem í hlut á. Á þetta við óháð því hvort áætlað sé að viðkomandi muni starfa hér á landi í skemmri eða lengri tíma.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni