Leiðsögumenn og hópstjórar frá löndum utan EES, EFTA eða Færeyjum
Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun vekja athygli á því að leiðsögumönnum og hópstjórum, sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, er almennt óheimilt að starfa hér á landi án tilskilinna atvinnuleyfa. Sé ætlunin að fá slíka einstaklinga til starfa hér á landi þarf að sækja um og fá útgefið tímabundið atvinnuleyfi sbr. lög nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga.