Arbetsliv i Norden og þjónusta Vinnumálastofnunar
Þann 25. mars sl. fór fram ráðstefna í Kaupmannahöfn um atvinnuleysi ungmenna með áherslu á svokallaðan NEETs hóp (Not in employment, education or training). Vinnumálastofnun fékk þar tækifæri til að kynna þær aðferðir sem unnið var með í verkefninu Atvinnutorg á árunum 2012-2014 og innleiddar voru inn í ráðgjöf hjá Vinnumálastofnun um áramótin síðustu. Ráðgjöfin lítur að mjög einstaklingsmiðaðri nálgun við hóp ungra atvinnuleitenda sem þurfa á slíku að halda til að komast í vinnu eða nám.